18.9.2009 | 18:09
Karl greyið.
Það er ánægulegt að Seðlabankastjóri hafi rofið fjölmiðla straffið og deili nú áhyggjum sínum um kaup og kjör með þjóðinni.
Það er náttúrulega hrikalegt almennt séð að detta niður úr "kannski fimm milljónum skattfrjálst" á mánuði niður í eina milljón með sköttum. Almennt séð er það líka erfitt að vera í greiðsluerfiðleikum og kannski að þurfa að leita á náðir þeirra sem lánuðu og maður á að standa í lappirnar gagnvart. Hvað þá ef skuldirnar hafa tvöfaldast vegna vaxtaokurs og gengistrixa, þetta geta margir tekið undir.
Þetta er náttúrulega meira en almennt séð ófært fyrir gamlan höfund stýrivaxtastefnunnar sem setti Ísland á hausinn. Enda gafst það almennt séð þá ágætlega að borga FME og Seðlabanka staffinu ofurlaun ábyrgðarinnar vegna, þau hefðu bara þurft að vera hærri.
![]() |
Peningar eru ekki allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2009 | 08:47
London Calling.
Þá eru þeir sestir við viðtækin blessaðir þingmennirnir okkar og bíða eftir nýjustu línunni frá London.
Þegar hetjur þorskastríðanna svöruðu London í verki, þá var tíðin önnur á Íslandi. Þá átti þjóðin bæði hetjur og foringja.
http://www.youtube.com/watch?v=lotkzHsIuoA
![]() |
Icesave í utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.10.2009 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)