2.9.2009 | 13:08
Hvar er Íslands sverð og skjöldur?
Þá hafa valdhafar lokið við að staðfesta ábyrgð almennings á skuldum gjaldþrota einkabanka. Verkið er fullkomnað. Það er flestum ljóst að Alþingi, stjórnkerfið allt og nú forseti Íslands ætla að verja hag efstu laga þjóðfélagsins með öllum mætti.
Þau tækifæri sem voru til staðar til að byggja nýtt og betra Ísland hafa verið sett í skuldafjötra. Sömu öfl á Íslandi og orsökuðu hrunið ætla nú að bjarga eigin skinni með því að siga erlendum lánadrottnum á íslenskan almenning. Er von að maður spyrji; hvar er Íslands sverð og skjöldur?
![]() |
Forsetinn staðfestir Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)