5.1.2010 | 22:00
IMF og icesave óværan.
Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, AGS og icesae nauðasamningarnir eru nátengd eins og öllum er orðið ljóst.
Eitt mest spilaða lagið á Íslandi í um þessar mundir er Uprising með Muse, sem á sérlega vel við fréttir dagsins.
http://www.youtube.com/watch?v=w8KQmps-Sog&feature=player_embedded#
![]() |
AGS: Icesave ekki skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 21.1.2010 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2010 | 13:50
Verður tekið mark á þeim?
Það er ljóst að stjórnmálamenn á Íslandi eru búnir að koma þjóðinni í afleita stöðu. Þeir eru búnir að samþykkja í tvígang ábyrgð þjóðarinnar á skuldum einkafyrirtækisins Landsbankans sáluga.
Munu erlend ríki taka mark á stjórnvöldum sem vinna í hróplegu ósamræmi við vilja þjóðar sinnar?
Ætti stóra verkefnið ekki að vera að sameina þjóðina?
![]() |
Ísland mun staðfesta ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 11:20
Ákvörðunin þarf ekki að koma á óvart.
Það var ekki við öðru að búast en Ólafur Ragnar Grímsson hafnaði lögunum, hann átti tæplega um annað að velja vildi hann vera áfram forseti þessarar þjóðar. Hann hafði samt sem áður 2. september s.l., staðfest þau lög sem í grundvallaratriðum samþykktu ábyrgð íslensku þjóðarinnar á tapi einkafyrirtækis. Meira er ekki hægt að ætlast til að forseti Íslands geri fyrir Breska og Hollenska sparifjáreigendur.
Þann 28. ágúst samþykkti Alþingi þau grundvallarviðhorf, að almenningur á Íslandi bæri ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. Þetta var gert með þeim fyrirvörum að ef ekki væri hægt að klára að greiða icesave skuldina 2024 félli ríkisábyrgðin niður. Nú er gert ráð fyrir ótakmarkaðri ábyrgð.
Bráðabirgðalögunum 6. október 2008 var ætlað að tryggja innlenda sparifjáreigendur. Hvort það stenst fyrir dómstólum verður ekki látið á reyna. Breska og Hollenska ríkisstjórnin hafa nú þegar greitt innistæður icesave reikningana til þegna sinna. Icesave innistæðueigendur hafa því nú þegar fengið allt upp í topp frá ríkisstjórnum Breta og Hollendinga. Þetta gerðu þessi ríki einhliða í trausti þess að íslenskur almennigur greiddi það sem útaf stæði dugi ekki eignir Landsbankans til.
Íslenskum almenningi bar hvorki að greiða né bera ábyrgð á skuldum Landsbankans sáluga né icesave samkomulaginu sem gengur út á að við greiðum lágmarks innistæðutrygginguna þó svo innistæðusjóðurinn dugi ekki til þess sem fylgdi þó regluverki ESB. Til þess að greiða fáum við náðasamlegast, hluta af eignum Landsbankans sáluga. Það sem Breskum og Hollenskum sparifjáreigendum vantar upp á að fá að fullu greitt, greiðir Breska og Hollenska ríkið og fær til þess hluta af eignum Landsbankans.
Þannig áttu Breskir og Hollenskir sparifjáreigendur að fá að fullu greitt í okkar ábyrgð. Það vita það allir Íslendingar að það erum við sem bráðabirgðalögin áttu að vernda sem töpum.
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)