6.1.2010 | 21:38
Stjórnmálamenn allra landa sameinast.
Það hefur verið aumkunarvert að hlusta á stjórnmálamenn í dag tjá sig um hugtakið "ábyrgð" samhliða icesave deilunni. Ráðherrum hefur verið tíðrætt um björgunaraðgerðir og slökkvistörf. Það er sama hvort þeir eru íslenskir eða erlendir greinilegt er að þeir standa ekki með þegnum sínum heldur bankaveldinu.
Þetta hefur mátt sjá í fjölmiðlum heimsins í dag um það sem fólki finnst:
Vefmiðillinn Huffington Post fjallar um Icesave-deiluna í dag þar sem fram kemur að það sem sé að gerast á Íslandi sé forsmekkurinn að því sem muni mögulega gerast um allan hinn þróaða heim. Íslenskir skattborgarar hafi fyrstir allra neitað að axla fjárhagslega ábyrgð á mistökum einkafyrirtækja.
Fram kemur að stjórnvöld víða um heim muni reyna að fá almenning til að borga brúsann, sama hvað reikningurinn sé hár. Nú megi búast við því að skattgreiðendur í öðrum ríkjum muni feta í fótspor Íslendinga og neita að taka þátt í slíku.
Á vef breska dagblaðsins Guardian er nú hægt að taka þátt í skoðanakönnun þar sem lesendum gefst kostur á að tjá skoðun sína á því hvort Íslendingum beri að greiða Icesave-skuldina. Svipuð könnun er á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Á báðum vefjunum telur mikill meirihluti að Íslendingum beri ekki að greiða.
Af rúmlega 600 manns, sem tekið hafa þátt í netkönnun Wall Street Journal segja 454 nei, eða 74,7% en 154 eða 25,3% já.
Munurinn er enn meiri í samskonar könnun netútgáfu breska blaðsins Guardian. Þar hafa 79,9% svarenda sagt nei við sömu spurningu en 20,1% já.
![]() |
Jóhanna ræddi við Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)