14.10.2010 | 20:59
Kominn tími á að hyskið skili þýfinu.
"Hagsmunaaðilum" finnst vera komið nóg af úrræðum sem flest venjulegt fólk flokkar undir kvalræði, eða ríkisrekna aðstoð við gjaldþrot a la Umboðsmaður skuldara. Sem felst í því að kreista eins margar krónur út úr heimili í vanda og möglegt er. Auk þess að hafa aðgang að öllum framtíðartekjum heimilsins um ókomna tíð, gegnt því að skuldarinn hafi aðgang að eigin húsnæði. Engar almennar leiðréttingu takk, á þeim þjófnaði sem framkvæmdur hefur verið á heimilum landsins í gegnum verðtrygginguna.
Á meðan færir hrunaliðið sig upp á skaftið. Gjaldþrota bankastjórar, lamaðir verkalýðsrekendur og fjármálasnillingar lífeyrissjóanna eru orðnir helstu ráðgjafar ríkisstjórnar í blekkingarleik sínum við þjóðina. Enda hagsmunirnir hjá þessu hyski þeir sömu að halda milljónunum sínum á mánuði í launaumslögunum.
Ráðgjöf þessara "hagsmunaaðila" varð gjaldþrota við hrunið. Þetta hyski var á fínu kaupi við að setja Ísland á hausinn.
![]() |
Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.10.2010 | 20:30
Lögbundinn þjófnaður.
Það er kominn tími á að verðtryggingarelítan skili þýfinu. Það var aumkunarvert að sjá Gylfa verkalýðsforingja í kvöldfréttum ruv tala sig í titring yfir því að það væri ekki hægt að ætlast til þess að lífeyrissjóðir gæfu eftir frekar en að bankar borguðu út af sparreikningum kúnnanna. Þetta ræningjahyski þarf að fara að gera sér grein fyrir að með verðtryggðum neyðarlögum 2008 var farið inn á hvert heimili á Íslandi og það rænt.
Ef til þessa verðtryggða þjófnaðar hefði ekki komið stæðu forsvarsmenn lífeyrissjóðanna með allt niður um sig í dag. Íslensku launafólki er gert að láta 12% launa sinna renna til þessara þjófa og það eftir hrun eins og ekkert sé. Þar að auki allt a 100% eigna sinna eins og staðan er í dag. Er það von að Gylfi titri þegar minnst er á að einhverju af þýfinu verði skilað.
![]() |
Aðför að lífeyrissparnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)