30.10.2010 | 21:58
Gæti verið saga úr helvíti.
Lög sem ekki túlka réttlæti ættu ekki vera lög nokkurs samfélags og þegnarnir ættu að sýna það siðferðisþrek að hunsa slík lög.
Þeir dómar sem fallið hafa upp á síðkastið gagnvart skuldurum lýsa því vel hversu sterk tök gjaldþrota fjármálkerfis eru á Íslandi. Niðurstöðurnar er samkvæmt pöntun gjörspilltrar elítu sem braut lög og öll siðferðisviðmið sem á endanum leiddi til þess að fjármálkerfið hrundi. Það að Héraðsdómur Suðurlands sjái ekki forsendubrest í dómi sínum lýsir hreinni illsku.
Dómurinn virðis gera aukaatriði að aðalatriði og líta algerlega framhjá orsökum þess að skuldin komst í vanskil. Tæknilega er hægt að rökstyðja dóminn. En réttlætið er fyrir borð borið. Dómarinn hunsar réttlætið og skortir kjark, til að túlka samhengi. Ef sá sem í dómara sæti situr getur ekki sett sig í spor þess sem hefur misst tekjur og stendur frammi fyrir meiriháttar forsendubrest, þá erum við á leiðinni til helvítis.
En hver eru þau lög sem ber að virða? Þau getur hver manneskja fundið í hjarta sínu. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið.
![]() |
Byggði vörnina á forsendubresti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 30.1.2011 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)