Þó fyrr hefði verið.

 Heilinn

 

Það er víst fyrir löngu komið að því að taka til í háskólasamfélaginu sem blásið hefur út á síðustu 15-20 árum.  Mikið er búið að tala um þjóðarauðinn sem felst í vel menntuðu fólki.  Minna hefur farið fyrir umræðu um að það var velmenntað fólk á góðum launum sem koma Íslandi á hausinn.  Allir viðskiptafræðingarnir, hagfræðingarnir, endurskoðendurnir og lögfræðingarnir sem þjóðarauðurinn hefur ofgnótt af, samt er staðan eins og hún er.  Það má jafnvel spyrja hvort það sé ekki kominn tími til að taka til í öllu menntakerfinu.

Strax í barnaskóla er unnið skipulega að því að eyðileggja frjálsa hugsun barnsins.  Því er markvist kennt að treysta ekki á leiðsögn hjartans.  Rökhyggja er hinn eini sannleikur.  Umburðalindi fyrir sérstöðu einstaklings með skapandi hugsun er lítill.  Viðurkenndum staðreynda þvælu er dælt í huga nemandans sem á svo að skila þeim frá sér á klukkutíma lokaprófi. Þannig er hæfnin metin og grunnur lagður að aðgangi til betur launaðrar vinnu.  Ef nemandinn hlýðir ekki þessari innrætingu, hlýtur hann sérmeðferð á lyfjum sem brjóta niður persónuleikann.  Þeir sem passa ekki inni í formið eru ekki umbornir.  Með þessari kerfisbundnu innrætingu er frjálsri hugsun eytt og til verður rökhugsun kerfisins.

Menntakerfið er komið á það stig að flest öll viðurkennd gildi er aðeins hægt að rökstyðja með fortíðar vísindum.  Kennurum er gert að kenna eftir fyrirfram viðurkenndum viðmiðunum þar sem hyggjuvit hjartans hefur verið gert útlægt.  Þar sem rökhugsunin ein er ráðandi og baksýnisspegilinn sýnir sannleikann, þar sem tilfinningalegt innsæi um framtíðina er að engu gert.  Í reynd er markvisst kennt að vantreysta eigin tilfinningum. 

Menntakerfi sem er uppfullt af rökhyggju, er fyrir löngu búið að missa virðinguna fyrir sköpun hugar og handa, hefur gert skólana að stærðfræði og staðreynda fyrirbærum.  Sem gerir flesta á endanum að annars heilhvels exel fólki, sem er fullt af upplýsingum án visku, vits og þekkingar.  Stjórnmálamenn sem jafnvel leggja upp með góð áform um réttlæti, verða skíthræddir innan um þetta vel menntaða fólk þegar þeim er ógnað með staðreyndum um að hitt og þetta sé ekki hægt fræðilega.  Fólkið með exel þekkinguna sem hefur enga sýn nema aftur fyrir sig hefur verið alið upp til að verja kerfið.  Fólk sem hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, það treystir jafnvel ekki tilfinningum sínum.  Það trúir því að til að vera fullkomlega faglegur þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar.

 

 


mbl.is Ósammála áformum um sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband