11.2.2010 | 10:39
Enn einu sinn er strúturinn tekinn.
Reikningskúnstir lífeyrissjóðanna eru með eindæmum. Hafi einhverntíma verið hægt að segja að tekin væri strúturinn á viðfangsefnið þá á það við um þá. Ásamt því að ganga fremstir í flokki í eignaupptöku hjá almenningi í gegnum verðtryggingun þá viðgengst það ennþá einu og hálfu ári eftir hrun að launþegar eru skildaðir með lögum að láta 12% launa sinna renna inn í svika milluna.
Lífeyrissjóðirnir hafa enga grein gert fyrir því hvaða eignir eru enn til staðar í þeirra sjóðum. Sjóðfélagar vita það samkvæmt fréttum að eign þeirra í bönkunum brann upp, ásamt eignum í Baugi, Stoðum, Samson, osfv, osfv. Exista er eitt þeirra félaga sem lífeyrissjóðirnir hafa verið tregir að afskrifa eign sína í og hefur í því sambandi verið hægt að fylgjast með ævintýralegum björgunaraðgerðum þeirra Bakkabræðara við að bera sólskinið inn í myrkrið. Með vafasamri greiðslu áætlun á skuldum Exista í gegnum Bakkavör gegn því að þeir bræður haldi fyrirtækinu.
Bakkavör group skuldar lánardrottnum um 62,5 milljarða króna. Íslenskir lífeyrissjóðir eru þar fremstir í flokki. Þeir ætla að greiða þetta á 4 1/2 ári sem gera 1,16 Milljarð á mánuði plús vextir. Hefur félagið einhvern tíma skilað viðlíka hagnaði? Nauðasamningar gera það að verkum að Íslenskir lífeyrissjóðir geta bókað vonlausar kröfur sínar sem eign næstu árin. Stjórnendur sjóðanna halda andlitinu tímabundið á kostnað sjóðsfélaga og ekki fæst uppgefið í hvað þessi gegndarlausa skuldsetning 62.500 milljónir raunverulega fóru í.
Þeir ætla að greiða þetta á 4 1/2 ári sem gera 1,16 Milljarð á mánuði plús vextir. Það þarf fábjána til að trúa á svona greiðslugetu hjá gjaldþrota kompaníi.
Þetta lýsir því vel hversu ósvífnir stjórnendur margra lífeyrissjóðanna eru. Launafólk ætti að vera fyrir löngu búið að setja fram þá kröfu að 12% skylduframlag þeirra af launum til lífeyrissjóða verði afnumið, í það minnsta þangað til að sjóðirnir hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og losað sig við hrunaliðið. Það er kominn tími til að þeir fjölmiðlar sem birta svona fréttatilkynningar, sem með á hógværasta hátt er hægt að kalla lygi, en eru í raun tilraun til áframhaldandi fjársvika, upplýsi hvað raunverulega liggur að baki.
Vil benda á síðuna hans Ragnars Þors Ingólfssonar en hann er hafsjór af fróðleik um eyðimerkur lífeyrissjóðanna þar sem strútarnir standa með hausinn á kaf í sandinum.
![]() |
Eiga 1.794 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)