Stöðugleika-bandalagið hugsar á heimsmælikvarða.

Stóriðja 

Það vita það flestir sem hafa rekið fyrirtæki með launamönnum að hækkun tryggiðgjalds var eitt það versta sem hægt var að gera íslenskum fyrirtækjum og launamönnum í þeirri stöðu sem uppi er.  Því var það óskiljanlegt að stöðugleikabandalagið, SA og ASÍ skyldu mæla með þessari leið frekar en auðlindagjaldi til að auka skatttekjur ríkissjóðs. 

Atvinnurekendur geta ekki leift sér lengur þann munað að hafa starfsmenn sem ekki eru full not fyrir í augnablikinu.  Þetta gerir það að þeir hafa ekki heldur starfsmenn sem þeir vita að ráða við viðfangsefnið þegar þau koma.  Því eikur þetta atvinnuleysi auk þess að veikja fyrirtækin.

En Vilhjálmur og Gylfi hugsa á heimsmælikvarða þeir ætla að endurreisa 2007 með glóbal atvinnusköpun sem gæti gert meira en að útrýma 10% atvinnuleysi, þá dreymir um a skapa vinnu fyrir tugi þúsunda erlendra verkamanna á lágum launum.


mbl.is Atvinnuleysið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband