15.2.2010 | 17:40
Vel valið, til hamingju Borgfirðingar.
Það má örugglega fullyrða að Bræðslan er framúrskarandi menningarverkefni og vel að Eyrarrósinni kominn. Það þarf bjartsýni og kjark til að framkvæma menningarviðburð á við Bræðsluna. Þarna hafa helstu tónlistamenn landsins komið fram ásamt tónlistamönnum á heimsmælikvarða s.s. Emilíönu Torrini og Belle and Sebastian.
Það er ábyggilega vel þess virði að fara á bræðsluna og heimsækja í leiðinni einn fallegasta stað á Íslandi, Borgarfjörð Eystri.
![]() |
Bræðslan fékk Eyrarrósina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 27.2.2010 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)