27.2.2010 | 17:47
Pása / The Show Must Go On.
Það er að verða eitt og hálft ár síðan að ég opnaði þessa bloggsíðu og hóf að setja fram mínar skoðanir á málefnum dagsins oft tengt mbl fréttum. Eins og sannur karlmaður þá get ég hvorki straujað eða hugsað um meira en eitt í einu. Það að tyggja tyggjó og labba samtímis er jafnvel of flókið fyrir mig. Því hef ég ákveðið að taka pásu frá þessum bloggskrifum allavega næstu sex mánuðina. Hugurinn stefnir annað og ég vil ekki láta fréttir dagsins trufla þá vegferð. Það að setja sig inn í málefni frétta tekur einfaldlega of mikla athygli frá öðrum áhugamálum.
Á þessari síðu hef ég m.a. leitast við að koma að annarri hlið á málefnunum fréttanna þar sem sérviska mín hefur verið látin óspart í ljós. Í mörgum athugasemdum hafa komið fram upplýsingar og ábendingar sem hafa gefið mér nýja sýn á málefnin, þó svo að ég hafi ekki viðurkennt það umbúðalaust. Öll samskipti á þessari síðu hafa verið ánægjuleg og aukið mér víðsýni.
Hér til vinstri á síðunnar má finna "myndaalbúm", "færsluflokkar" og "mínir tenglar" þar hef ég sett inn það sem hefur verið mér hugleikið undanfarin ár, þar má fá innsýn á hverju sjálfsánægja mín og þrjóska hefur byggst.
Mínir tenglar eru;
Sólhóll sælureitur við sjóinn. Síða sem býður til útleigu orlofshús.
Múr, skraut og myndlist er síða af múrverki og myndlist sem ég hef unnið að undan farin ár.
Múrarinn er betri síðan mín á mbl blogginu, hefur að geyma glósur um jákvæða hugsun. Á þá síðu mun ég væntanlega bæta við efni á næstu mánuðum.
Falið vald er síða Jóhannesar Björns Lúðvíkssonar sem gaf út bókina Falið vald 1979, sem ég las þá um tvítugt og hefur haft mikil áhrif á mína heimsmynd. Jóhannes sem er hagfræðingur, hefur reynst sannspár í gegnum tíðina þó svo að upplýsingar hans séu ekki þær sem haldið er að okkur í gegnum fjölmiðla.
Kryppan, annað sjónarhorn er ný íslensk fréttasíða þar sem önnur sýn er gefin á málefni dagsins. Þessi síða er glæ ný, vonandi nær hún að dafna. Það er í það minnsta húmor í fréttunum þar.
The Crowhouse er síða Ástralans Maxwell Igan sem hefur margt forvitnilegt efni að geima.
The Awakening er mynd Maxwell Igan þar sem almenningur er vakni til vitundar um það sem er að gerst á þeim tímum sem við lifum.
Beyond The Cutting edge er fyrirlestu David Icke í Brixton Agademy þar er öðruvísi sýn gefin á veruleikann og bent á að það erum við sem ráðum okkar veruleika.
Zeitgeist The Movie er frábær mynd til að komast að á hverju valdakerfi samfélagsins byggir, hvernig fjármálakerfið virkar. Það mun enginn líta peninga sömu augum eftir að hafa horft á þessa mynd.
Zeitgeist Addendum er mynd um upphaf og endir fjármálkerfis okkar tíma, auk þess að gefa innsýn í þá framtíð allsnægta sem framundan er.
Þeir eru spennandi tímarnir sem við lifum. Heimurinn sýnist útblásinn og spilltur með öllum sýnum launhelgu leyndarmálum. Leyndarmálum sem nú er sópað undan teppinu, dregin fram úr skúmaskotunum þar til þau liggja fyrir almannasjónum. Á þessum tímum þegar lögregla ætti að standa í fjöldahandtökum á þeim sem fara með valdið, hef ég reynt að láta ljós mitt skína hér á þessari síðu.
Lög verða ekki betri þó þau séu sett samkvæmt leikreglum lýðræðis. Ef þau eru setta af siðblyndum einstaklingum sem hafa tvöfalt siðgæði til að bera, eitt sem er í boði á fjögurra ára fresti fyrir almenning og hitt sem þjónar valdinu.
En hver eru þau lög sem ber að virða? Þau getur hver manneskja fundið í hjarta sínu. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið.
Ég vil þakka öllum þeim sem haf litið hérna inn til að lesa þessi sjálfumglöðu skrif. En nú er mál að linni "the show must go on".
Dægurmál | Breytt 20.3.2010 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)