Dæmdur fyrir að taka upp og sjóða kartöflu!

 

 

Það styttist óðfluga í að hægt verði að lesa þessa fyrirsögn.  Það er sérstakt hvað eftirlitsþjóðfélagið gengur langt í að koma í veg fyrir að fólk geti orðið sjálfu sér nægt með lífsnauðsynjar.   Það er ágætt að gera sér grein fyrir því hvað það er búið að koma fólki langt frá því að verða sjálfbjarga þegar matur er annars vegar, þegar svona fréttir birtast.

 

Afi minn og amma gátu t.d. alið skepnuna, slátrað og étið án þess að eiga á hættu að vera dæmd af reglugerðaþjóðfélaginu.  Foreldrar mínir ræktuðu kartöflur, tóku slátur og bjuggu í haginn á ýmsan hátt.  Ég á það á hættu að verða hungurmorða ef Bónus lokar í nokkra daga.

 


mbl.is Sekt fyrir drepa og éta rottu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband