En sami samningur og áður.

Það er greinilegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hafa tekið sig saman um að fara í rólegheitum í gegnum icesave3.  Það er varla minnst á það að hér er um sama samning að ræða, þar sem skuldum gjaldþrotaeinkabanka er komið á ábyrgð almennings, með ca. 1% lægri vöxtum en í fyrri samning sem hafnað var með 93% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skilanefndirnar keppast við að mata fjölmiðla á degi hverjum um frábær tilboð í Icelandic sölusamtökin, Iceland verslanakeðjuna ofl. ofl..  Allt á þetta að fara upp í icesave þannig að almenningur ætti að geta verið rólegur þrátt fyrir að taka ábyrgðina á dæminu.

Svo koma reglulega álitsgjafar með frasa í anda Friðriks Más "„Því er óljóst hvort það hafi verið í efnahagslega þágu Íslands að hafna fyrra Icesave-samkomulaginu; kostnaður vegna þess kann að vega þyngra en ágóðinn," þar sem haldið er fram að með lausn Icesave-deilunnar muni erlendir fjármagnsmarkaðir opnast Íslandi, samskipti við nágrannaþjóðir muni batna, erlend fjárfesting muni aukast og hagvöxtur taka við sér".  Eins hagkerfi annarra landa séu í þvílíkri uppsveiflu að þetta sé það eina sem kemur í veg fyrir að peningarnir streymi hingað.

Það kæmi ekki á óvart að icesave3 renni hljóðlega í gegnum þingið með þegjandi samþykki fjölmiðla og álitsgjafa þeirra.  Síðan þegar kemur í ljós hver þessi reikningur í raun er, þ.e. botnlaust skuldafen ríkissjóðs og áframhaldandi kreppa, þá eigi þjóðin sér ekki annan kost en að hreinsa út á alþingi og í stjórnkerfinu.  Taka álitsgjafana af launa skrá og leifa fjölmiðlunum að verða gjaldþrota svo dýru verði  verði  skynsemin keypt.


mbl.is Ekki sami þrýstingur á lausn Icesave og áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður öryggiseftirlit hert?

Það er átakanlegt að hlusta á faðir 9 ára stelpunnar sem var skotin til bana í Tuscon, Arizon, um leið og þingmaðurinn Gabrielle Giffords.  Hann lýsir því yfir að hann vilji  ekki að frelsi verði takmarkað með eftirliti þó svo þessi voðatburður hafi átt sér stað. 

Stúlkan hans var fædd 9. sept 2001.  Hann segist ferðast mikið og óskar þess að fólk komist út úr þeim vítahring sem öryggisþjóðfélagið hafi búið til eftir 9/11, með þeim árangri að glæpir verða algengari. 

 


mbl.is Vill að ofstækismenn svari til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband