13.1.2011 | 23:36
Sérstakur skrípaleikur.
Það er undarlegt að fylgjast með fjölmiðlum í kvöld. Beinar útsendingar eru frá dyrum "sérstaks". Rúmum tveimur árum eftir hruni tekur "sérstakur" sér seinnipart dags í að spyrja hrunalið Landsbankans út úr og allir helstu fjölmiðlar landsins láta fréttamenn sína naga þröskuldinn bláa í framan, á bullandi næturvinnu fyrir utan hjá "sérstak" eins og um heimsviðburð sé að ræða.
Svo langt er "sérstakur" nú kominn með að rannsaka stjórnendur Landsbankans að hann spurði Sigurjón, Elínu og nokkra fleiri, en er tæplega farin að huga að kurteislegum spurningum fyrir eigendur bankans. Á meðan er Alþingi svo gott sem búið að lemja það í gegn að dómstólar landsins dæmi nýju ungmenni í 1 - 16 ára fangelsi fyrir að benda á að það var og er, gjörsamlega óhæft lið sem stjórnar þessu landi.
![]() |
Lögregla flutti Sigurjón brott |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.1.2011 | 13:32
Þjóðaratkvæði takk.
Það er greinilegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hafa tekið sig saman um að tala fyrir icesave3. Það er varla minnst á það að nú er um sama samning að ræða og áður með örlítið lægri vöxtum. Og nú á að sannfæra liðið um hvað frábærum árangri hafi verið náð frá því 13,5% vextir voru fyrst í boði.
Með hverju á að borga t.d. 26 milljarðana á næstu mánuðum? Eins og ég skil málin er sennilegast að það verði gert með því að ganga á lánin hjá AGS sem eru með 0,5% lægri vöxtum en vextirnir í síðasta icesave samning, 5,5% en AGS vextirnir eru 5%. Þessi samningur er sennilega innan við % betri í vöxtum en sá síðasti og byggir á betri heimtum samkvæmt sögum skilanefndar Landsbankans sáluga. Sem nú möndlar nýja hringekju til vildarvina með Icelandic sölusamtökin og segir lygilega fínar fréttir af væntanlegum tilboðum í Iceland verslunarkeðjuna.
Það kæmi ekki á óvart að icesave3 renni hljóðlega í gegnum þingið með þegjandi samþykki fjölmiðla og meðmælum álitsgjafa. Síðan þegar kemur í ljós hver þessi reikningur í raun er, standi þjóðin frammi fyrir þeim kostum, að taka liðið af launaskrá og leifa fjölmiðlunum að verða gjaldþrota, eða lifa sjálf við stórskert lífskjör. Að samþykkja icesave verður dýr lexía því er nauðsynlegt að þjóðin fái að segja sitt álit.
![]() |
Buðu 13,5% Icesave-vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2011 | 08:10
Hrunaliðið setur skilyrðin.
Samtök atvinnu- og viðskiptalífsins flagga sömu persónum í aðalhlutverkum og fyrir hrun. Sennilega á örlítið betri kjörum en þá. Nú sitja forkólfarnir á samráðsfundum með ríkisstjórninni hvernig þeim verði gert kleyft að ræna rústirnar eftir sínu höfði. Aðferðin er að hóta almenningi að ekki verði samið. Eins og að samningar þessara aðila hafi orðið til annars en tjóns fyrir almenning.
![]() |
Ekki samið án lausnar í útvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)