Hrundi allt á Íslandi nema kerfið?

Það er ömurlegt að horfa upp á Jóhönnu og Steingrím fagnandi 50.000 undirskriftum og gefa það í skin að kerfið þvælist fyrir.  Þeim virðist það einstaklega lagið að gera allt öfugt og kenna öðru um eigin aumingjaskap. 

Ef það eru ekki lífeyrissjóðirnir, bankarnir, IMF eða kerfið, þá er það ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem allt sem gert er á hlut almennings er um að kenna.  Þó svo að næstum 4 ár séu liðin frá ríkisstjórn þessara flokka. 

Eftir samanlagt yfir 60 ár á löggjafasamkomunni ættu Steingrímur og Jóhanna að gera sér grein fyrir að allir vita að þau eru kerfið. 


mbl.is Kerfið þvælist fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túnis er aðvörun

Sænsku veiðimennirnir lentu í miklum hremmingum.  Myndaband er til af atganginum sem komið er á youtube.  Það er greinilegt að í Túnis ríkir fullkominn upplausn. 

Túnis hefur verið eitt vinsælasta land að ferðast til í Norður-Afríku fyrir utan Egiptaland.  Það sem nú er að gerast í Túnis er aðvörun um hvað gerist þegar fólki er misboðið af stjórnmála elítunni.  Sömu aðstæður eru uppi í nágrannalöndunum og reyndar um allan heim. 


mbl.is Sænskir veiðimenn á heimleið frá Túnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband