19.1.2011 | 17:03
Já, já allt á uppleið.
![]() |
Ríkið selur helming í Sjóvá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.1.2011 | 16:37
Skrípaleikur.
Það er ótrúlegt að fylgjast með talsmönnum valdstjórnarinnar í sambandi við þessi réttarhöld. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum eru glataðar, nema þær sem eru handvaldar af alþingi. Engin af ákærendum man lengur hvort að ofbeldi var beitt við að fjarlægja níumenningana úr þinghúsinu, jafnvel þó marg endursýndar fréttamyndir RUV bendi til harklegrar meðferðar.
Í gær fór forsætisráðherra bananlýðveldisins á kostum á facebook og segir Mikið finnst mér dapurlegt að einu réttarhöldin í tengslum við hrunið sem eitthvað kveður að enn um sinn, séu vegna 9 menninganna svo nefndu." Eins og þar sé um máttvana áhorfenda að ræða.
Það þarf engum að koma á óvart að þetta fólk verði fyrsta og eina fólkið sem verður dæmt vegna hrunsins. Dómstólar á Íslandi hafa sýnt það í gengislánadómunum að þeir dæma eftir pöntun. Kerfið hefur ekki ennþá pantað sýknu yfir níumenningunum þó svo Jóhönnu þyki þetta leitt á facebook.
![]() |
Skýrslutökum lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2011 | 11:58
Dýrkeypt Evra.
Þjóðverjar munu þurfa að spýta í lófana eigi þeir að bjarga evrunni því það mun kosta þá 6 sinnum meira en það kostaði að sameina Þýskaland.
Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage notar Ísland sem dæmi um land sem bjargar sér sjálft með því að notast við krónuna. Hann segir það að taka upp evru núna sé álíka gáfulegt og að stökkva um borð í Titanic eftir að það hefur siglt á ísjakann.
![]() |
Merkel vill ekki þýska markið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)