Andskotinn og amma hans.

Myndin ásamt boðskap hennar tengist bloggfærslunni beint.

Þarna hitti andskotinn ömmu sína og snéri henni á haus.  Að gefa það í skin að Franskur stjórnskipunardómstóll hafi verið að verja rétt bænda til að nota erfðabreitt útsæði frá Monsanto er að snú málinu á hvolf.  Þarna standa massívir hagsmunir peninga og kúlulána að baki auk hvítskrúbbaðra sérfræðinga.

Ég skora á fólk að kynna sér starfsaðferðir Monsanto og út á hvað erfðabreitt útsæði gengur.  Það má finna mikið af efni um starfsemi Monsanto fyrr og nú á internetinu.  Það er ekki verra að hafa innsýn í það hvernig maturinn verður til á diskinn og hverjir ætla að stýra honum þangað í framtíðinni.

 

 

Reynslusaga bónda af samskiptum við Monsanto.


mbl.is Fella bann á Monsanto úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband