Viðurstyggilegir náungar.

Lýðskrumaranum Sigmundi Erni finnst "viðurstyggileg móðgun við landsmenn" að hækka laun nokkurra dómara um 100 þúsund í sömu viku og hann samþykkti icesave í þriðja sinn á tveimur árum, sem gerir ráð fyrir 200.000 - 3.000.000 skuldbindingu á hvern landsmann.  Hvað ætlar hann að gera í málinu?
mbl.is Viðurstyggileg móðgun við landsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað annað.

Haft er eftir Lee Buchheit að icesavesamningarnir væru viðunandi niðurstaða á óviðunandi vandamáli og skiljanlega séu sumir óánægðir með hana.  Þessi sami Lee Buchheit fékk borgað frá fjármálaráneyti Íslands fyrir að gera þennan icesavesamning, hann fær væntanlega borgað fyrir að tala fyrir honum og sleppur við að borga hann sjálfur.  Hvað annað héldu þeir á RUV að maðurinn segði.
mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík sögufölsun.

Þeir koma alltaf jafn skemmtilega á óvart hjá Seðlabankanum við að fegra eigin framistöðu og nú bætist ein dýrasta mannvitsbrekka landsins, Þórólfur Matthíasson, við í að bera út sögufalsanirnar.  Skuldastaðan ekki betri en frá 2005 og jafnvel 1987 ef vel er að gáð í nýbirtum ævintýrum Seðlabankans.  Það eina sem þessir hálfvitar stilla sig um að segja berum orðum er; það verður ekkert mál fyrir þjóðina að borga icesave, enda á það að liggja í augum uppi samkvæmt bókinni og erlendum fjölmiðlum, sem birta lygasögurnar þeirra hráar.

En gufuðu allar skuldirnar upp?  nei ríkissjóður hefur aldrei verið skuldugri og heimili landsins eru eignalausari en nokkru sinni fyrr á sömu kennitölunum.  Á meðan einstaklingar geta ekki skipt um kennitölu eða ríkisfang eru skuldirnar til staðar.  Seðlabankinn finnur ekki stærstan hluta skulda þjóðarbúsins lengur því þeim hefur verið sópað undir útdyramottur heimila landsins. 


mbl.is Íslendingar sagðir hafa sloppið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líbýa fallin?

Það er ýmislegt sem bendir til að enn einn leppur elítunnar, Muammar Gaddafi, sé nú þegar fallinn í N-Afríku.  Nú er spurningin hvernig elítunni tekst til við að koma fyrir nýjum leppum í þessum ríkum og hvort þessi bylting fólksins mun breiðst út norður fyrir Miðjarðarhaf. 

Pro-democracy protesters have reportedly taken control over the eastern Libyan city of al-Baida as anti-Gaddafi regime rallies escalate across the North African country.  Two Libyan exile groups say the takeover came after some local police joined the protesters. Clashes are reportedly under way as government militias have been deployed to the area following the incident to re-take the city.  Meira...


 


mbl.is Tugir látnir í Líbýu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband