Steingrímur stærri en þjóðin.

Það er nokkuð ljóst að 34 þingmenn á alþingi, þar á meðal Steingrímur, telja sig vera stærri en þjóðin.  Einnig er það ljóst að 44 þingmenn þora ekki að standa á rétti þjóðarinnar.  Annaðhvort vegna þess að þeir telja að stjórnvöld séu búin að spila frá sér grundvallarrétti skattgreiðenda þegar gjaldþrot einkafyrirtækis er annarsvegar eða það sem líklegra er að þeir telja sig vera að ávinna sér lánstraust til að greiða kostnað stjórnsýslunnar í stað þess að skera hana niður í það sem aðstæður og stærð þjóðarinnar leifa.

Samkvæmt öllu eðlilegum leikreglum vinnst icesave fyrir dómstólum, hvað réttlætið og alþjóða lög varðar.  Það þarf aumingja fædda og alda til að komast að annarri niðurstöðu.  Það er misskilningur að Ísland hafi skuldbundið sig til þess að greiða erlendum kröfuhöfum þegar  íslenskir sparifjáreigendur voru varðir.  Icesave og innlendar innistæður eru aðskilin mál. (1) Einkabankar stela af útlendingum. (2) Íslenska ríkið ákveður að verja þegna sína.  Bretar og Hollendingar vilja alls ekki dómsstólaleiðina vegna þess að Ísland vinnur það mál.


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband