Ranghugmyndir.


mbl.is Gaddafi haldinn ranghugmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að þjóðin taki í taumana?

Það er vandséð hvernig opin og frjáls umræða á að fara fram í fjölmiðlum og erfitt er að sjá það fyrir hvernig óháð upplýsing um icesave á að geta komið frá hinu opinbera.  Fólk verður að taka afstöðu samkvæmt réttlætistilfinningu sinni það er hætt við að öll kynning á icesave verði í formi pólitísks áróðurs.

Ég vil vekja athygli á pistli Jónness Björns á http://www.vald.org/ .

Íslenska stjórnmálastéttin er siðlaus

Bráðum verða liðin tvö og hálft ár frá hruni og við getum farið að gera okkur nokkuð góða grein fyrir aðgerðum stjórnvalda, hvernig tekið hefur verið á málunum og hvernig framtíðasýnin lítur út. Í stuttu máli þá hefur fjórflokkurinn algjörlega brugðist. Verk frekar en blaður stjórnmálastéttarinnar sýna líka að hún er siðlaus.

Stjórnmálamennirnir brugðust þjóðinni annað hvort vegna ótrúlegar vankunnáttu í starfi eða spillingar sem múlbatt þá við glæpagengið sem rændi landið. Báðir möguleikar eru afleitir. Það leikur hins vegar enginn vafi á siðleysi stjórnmálamanna sem stilla hlutunum upp í þannig forgangsröð að saklaust fólk er borið út á götu í hrönnum á meðan sá hluti ríkisbáknsins sem snýr að þeim sjálfum færir engar fórnir.

Stjórnmálastéttin sem réði ferðinni fyrir hrun baðaði sig í kúlulánum frá glæpagenginu. Kúlulán eru óeðlileg og víðast ólögleg. William Black kallar þau mútur. Þegar menn slá lán án þess að leggja fram aðra tryggingu en lánið sjálft í einhverri mynd-einkum þegar lánið rennur í sérstaklega útbúið sjálfseignarfélag, sem kemur til með að halda eftir gróðanum, en lætur hugsanlegt tap hverfa-þá eru þeir að taka við mútum, sagði Black á fundi í Háskóla Íslands í maí 2010. Í stuttu máli, lán sem aldrei þarf að endurgreiða en getur skilað miklum gróða er ekki lán heldur mútur.

Það segir mikið um hefðbundið siðleysi hjá pólitísku stéttinni á Íslandi að hver og einn einasti þingmaður sem fékk kúlulán skuli ekki hafa tekið pokann sinn og hætt afskiptum af stjórnmálum. Við getum hengt okkur upp á að það hefði gerst á öllum hinum Norðurlöndunum.  Meira...


mbl.is Krefst óháðra upplýsinga um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haugalygi.

Þær skoðanakannanir sem fram hafa komið að undanförnu eru nánast skáldskapur.  Þessi könnun er úr sama úrtaki og sömu úthringingu og skoðanaönnun Fréttablaðsins vegna icsave í síðustu viku þegar tæp 62 % þjóðarinnar voru sögð styðja icesave samningana.  Þessi könnun segir aðeins eitt þ.e. að flokkarnir á Alþingi eru trausti rúnir.  Það er hauga lygi að ætla að Samfylkingin fengi 26% atkvæða, samkvæmt könnuninni, og VG 15,7%.  Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41,2% os.f.v..

Því fram kemur á Vísi að þráspurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að auka nákvæmni niðurstöðunnar. Alls tóku 52,5 prósent afstöðu".

Hvernig ætli hafi verið þráspurt og afstaða svarenda teygð og toguð við að ná já nákvæmninni við icesave spurningunni?   Það skilja fáir útkomuna út úr þeirri könnun.  

Það er líklega mun meir að marka aðrar niðurstöður skoðankannanna s.s. að tæp  50% vildu ekkert með fjórflokkinn hafa þrátt fyrir að það væri þráspurt,  50% vilja að forsetinn bjóði sig fram 2012 og að alþingi nýtur aðeins 11% trausts á meðal þjóðarinnar.  Það kæmi á óvart ef miðað við það sem raunverulega má lesa út úr könnunum ef icesave verður ekki fellt með 70 -80%, enda þarf stórskrítið fólk til að samþykkja samningin þann.

Með því að bera saman fréttirnar á vísi hér fyrir neðan má sjá að um sömu könnunina er að ræða.

http://www.visir.is/ekkert-dregur-ur-oanaegju-med-stjornmalaflokkana/article/2011702289965

http://www.visir.is/rum-60-prosent-segja-ja-vid-icesave/article/2011702259957

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir ná ekki meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband