Sammála Rússunum.

 

Það dettur sjálfsagt mörgum rökhyggjumanninum það fyrst í hug við að lesa þessa frétt að 32% Rússa séu óupplýstir hálfvitar.  En ég get svo Guð svarið að sólin snýst í kringum mig og er því sammála þessum 32% Rússa.  Það sem mér finnst athyglisverðara við fréttina er, hverskonar mönnum datt í hug að gera þessa könnun og birta hana sem vísindi.

Stundum er sannleikurinn svo skýr að ekki er hægt að greina frá honum með orðum öðruvísi en að gera sig að hálfvita.  Þeim meira sem ég hef kynnt mér heimsmynd mína, þeim skírara verður það að heimsmyndin sem ég lifi í er búin til af mér. Það eru mörg öfl sem hafa áhrif á þessa heimsmynd en á endanum er það mitt að velja og hafna.  Hvað sem öllum raunvísindum líður.

Í svona skoðanakönnun gæti verið gott að segja eins og í Cheereos auglýsingunni, "það er bara bæði betra".  Hérna fyrir neðan er myndbrot þar sem vísindamenn skýra út skammtafræði, ímyndarveruleika og hvernig heimurinn snýst.

 


mbl.is Telja sólina snúast um jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðleggingar frúarinnar.


mbl.is Hryðjuverkaógnin eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spyr eins og fábjáni.

Neysla landsmanna hefur greinilega dregist verulega saman á undanförnum mánuðum.  Kristín Guðmundsdóttur, forstjóra Skipta, veltir því fyrir sér hvað gerðist árið 2010 sem skýri þetta.

Til upprifjunar þá gerðist þetta m.a. árið 2010.  Ríkisstjórnin og hæstiréttur tóku endanlega af skarið með að láta almenning, þ.e. skuldug heimili og skattgreiðendur axla hrunið.  Stökkbreytt ólögleg erlend lán skyldu bera íslenska okurvexti, verðtryggð lán skyldu ekki leiðrétt og skattar á almenning voru hækkaðir verulega, í mörgum tilfellum 50-100%.  Þess í stað á að afskrifa af hrunverjum hundruð milljarða. 

Forstjóri Skipta ætti því ekki að þurfa að spyrja eins og fábjáni, hvað gerðist.  Hvað þá láta sér detta í hug að til að ná stöðugleika í rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi aftur sé best gert með samningum um hóflegar launahækkanir til þriggja ára.  Þessi hugsunarháttur kallar einungis á enn meiri samdrátt og spurninguna um hvað gerist þá. 

Hrunverjar verða að stíga til hliðar og svikamyllan fá að falla, ef það á að vera hægt að endurreisa þetta þjóðfélag.


mbl.is Neyslan dregst hratt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrældómur í boði icesave.

Reynist Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor, sannspár hvað vöruskipti við útlönd varðar, verður Ísland þrælabúðir næstu árin.

„Á hinni hliðinni eru þáttatekjur gagnvart útlöndum, eða greiðslur milli Íslands og útlanda í formi vaxta, arðs og annarra svipaðra þátta. Útlit er fyrir að þessar greiðslur verði neikvæðar um upphæð í námunda við hundrað milljarða króna árlega á næstu árum, vegna vaxtagreiðslna af erlendum lánum, arðgreiðslna til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja og svo framvegis. Þegar þáttatekjurnar eru teknar með í reikninginn sést að það stendur ekki mikið eftir af vöruskiptajöfnuðinum."

Á manna máli; Íslendingar vinna ekki fyrir skuldum, eru þrælar í eigin landi


mbl.is Aðeins önnur hlið Icesave-dæmisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband