Salthúsið, Stöðvarfirði.

scan0247

 

Undanfarin tvö sumur hefur rekinn markaður, í aflögðu fiskvinnsluhúsi (Salthúsinu) á Stöðvarfirði, með handverki og heimafengnu hráefni undir heitinu Salthúsmarkaðurinn. Til að auka aðdráttarafl markaðarins var sumarið 2009 boðið upp á myndasýningu, video verki gjörningaklúbbsins ILC var varpað á veggi kælis auk videos sem sýndu íslenskan sjávarútveg. Aðsóknin 2009 fór fram úr björtustu vonum og því var ákveðið að halda áfram. Sumarið 2010 komu 24 ungir listamenn frá Reykjavík auk Belgíu og Skotlandi dvöldu í Salthúsinu í 10 daga og settu upp sýninguna Æringur 2010. Salthúsmarkaðurinn verður þriðja sumarið í röð 2011, meiningin er að reina að koma á vísi af fiskmarkaði, enda við hæfi hússins. Opið er fyrir hugmyndir af listviðburðum og allar hugmyndir vel þegnar.

Það hefur verið gefandi að  taka þátt í þessum verkefnum ásamt hug- og handverksfólki. Upphaflega kviknaði sú hugmynd sumrin 2007 og 2008, þegar sást til ferðamanna hvað eftir annað á vappi í kringum þessi aflögðu fiskvinnsluhús, jafnvel reynandi að sjá inn um gluggana, að gaman væri að opna þau yfir sumartímann og sýna hvað fór fram í þeim áður.

Við félagi minn settum okkur svo í samband við ferðamálanefnd Fjarðabyggðar og skapandi fólk á Stöðvarfirði og buðum þeim afnot af húsin þar sem það stæði hvort því sem er tómt yfir sumartímann, en á veturna er það notað sem geymsla fyrir húsbíla og hjólhýsi. Verkefnið hefur tekist vel í alla staði, laðað að ferðamenn og mætt mikilli velvild hjá handverksfólki, listamönnum og hinum ýmsu styrktaraðilum. Í upphafi hefði maður ekki þorað að vona að svona vel myndi ganga, en nú hyllir í að Salthúsið verði að veruleika þriðja sumarið í röð.

Stöðvarfjörður er einn af þeim stöðum sem margir eiga eftir að uppgötva. Það vita það ekki allir að á Stöðvarfirði er eitt stærsta steinasafn í heiminum í einkaeigu. Safnið er heimsótt af 20 - 30 þúsund ferðamönnum árlega og eru erlendir ferðamenn þar í meirihluta. Petra Sveinsdóttir sem hefur varði ævinni í að safna steinum á heiðurinn að þessu safni. Í safninu, sem er á heimili Petru er merkilegri ævi hennar gerð skil auk þess sem risastór garðurinn sem nær langt upp fyrir húsið er með fegurri lystigörðum. Það fer ekki mikið fyrir Stöðvarfirði sem ferðamannabæ. Þangað koma samt tugþúsundir ferðamanna á hverju sumri, aðallega til að heimsækja steinsafnið.

 


Púkinn fóðaraður.

Eins og við var að búast verður púkinn áfram fóðraður á fjósbitanum.  Eigendur aflandskróna fá að koma með þær heim "til að taka þátt í fjárfestingu í íslensku atvinnulífi."  (Kaupa góssið aftur fyrir slikk.)  Eins verður passað upp á að jöklabréfaeigendur fari ekki með skertan hlut frá borði "Til að tryggja fjármögnun ríkissjóðs".  (Tapið þjóðnýtt).

Landsmenn mega svo búa við gjaldeyrishöftin áfram á meðan jöklabréfa og aflandskrónueigendur blómstra á kostnað skattgreiðenda.  Það þarf enginn að efast lengur um hverjir þessir jöklabréfa og aflandskrónu eigendur eru, það er hrunalið Íslands sem hyskið hefur heykst á að draga fyrir dómstóla enda sjálft með vasana troðfulla af kúlulánum.


mbl.is Höft til 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á eftir að gerast á Íslandi?

Það eru margir sem halda að sú aðstaða sem skuldug íslensk heimili glíma við sé einstök, svo er ekki.  Með því að fylgjast með því sem er að gerast í Bandaríkjunum má oft sjá hvað koma skal.  Það kæmi ekki á óvart að skuldabréf sem eru með veði í íbúðahúsnæði á Íslandi hafi verið flutt á milli fjármálastofnana á þann hátt að það stæðist ekki fyrir dómstólum.  

Hérna má sjá fréttaskýringu frá því í október 2010 um hvað málið snýst í USA, þarna gæti allt eins verið að sé verið að lýsa íslenskri verðtryggingu.

 

 


mbl.is Borga skuldsettu fólki fyrir að yfirgefa heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljóta að lækka gjaldskrána.

Þær hagnaðartölur fyrirtækja sem hafa verið að birtast undanfarið eru farnar að minna verulega á árið 2007.  Væri ekki kjörið að HS veitur færu blandaða leið og lækkuðu gjaldskrána til viðskiptavina sinna ásamt því að lækka skuldir svon í ljósi ástandsins á Suðurnesjum? 

Það kæmi svo sem ekki á óvart að hér sé um enn eitt dæmið að ræða þar sem hagnaður verður til með sölu eigna almennings og þá er hann yfir leitt einstakt tilfelli, sem er notað til að slá ryki í augun á íbúum. 

Hagnaðurinn á árunum fyrir 2008 var notaður til að halda úti allt of dýrri yfirbyggingu og leiðir á endanum til mun hærri gjalda fyrir íbúana.  Stjórnendur sveitafélaga hafa verið ötulir við að fara þá leið að selja eignir að íbúunum óspurðum, hafa þar farið fremst, Reykjanesbær, Álftanes og Fljótsdalshérað svo dæmi séu tekin.


mbl.is 321 milljón kr. hagnaður hjá HS Veitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraunastofa í boði umhverfisstofnunar.

 

Gróðurhús Barra sem eru skammt á Egilsstöðum hafa átt í verulegum rekstrarerfiðleikum frá hruni vegna mikilla fjárfestinga og minnkandi sölu á skógarplöntum.  Þess vegna er þetta sjálfsagt kærkomið leyfi til koma í veg fyrir gjaldþrot.   Í nágreni Egilsstaða hefur verið stunduð lífrænt vottuð ræktun á grænmeti og korni, ekki er gott að sjá hvernig þetta tvennt getur farið saman í sömu sveit þó svo að erfðabreytta ræktunin fari fram í gróðurhúsum.  Þarf þar ekki að koma til annað en orðsporið.

Ein algengasta rangfærslan sem talsmenn erfðabreyttra matvæla nota, er sú að það sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur, vegna þess að næstum öll matvæli séu í raun erfðabreytt. Þar er verið að vísa til ræktunar þar sem fræ afbrigða með eftirsótta eiginleika eru valin og ræktuð, bestu afbrigðin valin svo koll af kolli til að ná fram ákveðnum eiginleikum. Þannig megi t.d. segja að strá punturinn af grasi sé forveri hveitikorns dagsins í dag.

Þróun ræktunar á ekkert skylt við þá erfðatækni sem notuð er í framleiðslu á erfðabreyttum matvælum.  Þar er erfðaefnum af óskyldum tegundum blandað saman, t.d. erfðaefni frá dýrategundum sett í fræ plantna til að auka framleiðni plöntunnar. Þetta er algerlega hönnuð ræktun á rannsóknarstofu.  Þarna er erfðafræðilega ólíkum eiginleikum er blandað saman sem á svo að sleppa út í náttúruna.

Þeir sem halda því fram að ekki sé lengur hægt að líða að reynt sé að koma í veg fyrir ræktun á erfðabreyttum matvælum af siðferðislegum ástæðum eiga það til að rugla fólk í ríminu með því að blanda þeim saman göfugra hugsjón um að finna leiðir við að brauðfæða mannkynið. En eru í raun að mælast til þess að heimurinn verði gerður að einni risastórri tilraunastofu.

 


mbl.is Fá að rækta erfðabreytt bygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband