12.4.2011 | 16:25
Ískalt hagsmunamat eða pólítískt harakíri?
Mikið væri gott fyrir þjóðina að losna við foringja skotgrafanna af alþingi. Síðustu fjögur árin hefur ríkt algjör upplausn á Íslandi. Allan þann tíma hefur Jóhanna verið í ráðherrastól, ekki minkaði upplausnin og skotgrafahernaðurinn við að Steingrímur komst í ráðherrastól. Þessir tveir stjórnmálamenn eru tákngervingar þess skotgrafahernaðar sem ætti að hafa horfið með hruninu.
það er kominn tími til að íslendingar eignist alþingismenn sem vinna af heilindum og ómengaðir af spilltum kúlulánum, eru þess i stað tilbúnir til að standa með þjóðinni. Fæstu af því fólki sem nú hefur grafið um sig á alþingi hefur sýnt að því sé treystandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort Bjarni Ben og co leggja fram þessa vantrausttillögu eftir "ískalt hagsmunamat" eða hvort þarna er á ferðinni pólitískt harakíri að hætti hússins.
![]() |
Loksins, loksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2011 | 13:00
Hvað er Sigmundur að hugsa?
þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu í 4 ár og þrátt fyrir að vera kominn flokka lengst í að skipta út þeim þingmönnum sem voru fyrir hrun, þarf að vísu að skipta út Sif og Birki til þess að hægt sé að bjóða upp á hreint borð, þá eykst fylgið ekki neitt.
Í miðri Búsáhaldabyltingu steig Sigmundur Davíð fram á sviðið og kom í veg fyrir að sú þróun næði fram að ganga að fjórflokkurinn yrði hvíldur með því að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG til kosninga. Nú virðast framsóknarmenn enn á ný ver tilbúnir til að verja völd fjórflokksins fram til kosninga.
Það er ekki víst að kjósendur láti fjórflokkinn plata sig aftur svo framarlega sem nýr kostur verði í boði við næstu kosningar. Hvað þá að fylgi Framsóknar aukist við hundakúnstir.
![]() |
Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2011 | 12:19
"Sannleikanum verður sá reiðastur".
Sjálfsagt hefur Lars Christiansen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank rétt fyrir sér út frá sjónarhóli fjármálageirans þegar hann segir að gagnrýni Ólafs Ragnars sé óþarflega harkaleg. Gagnrýnin er samt sem áður sönn og þess er vert að geta, þó svo að hættan geti verið sú að "sannleikanum verður sá reiðastur".
Það sem hugsanlega væri frekar hægt að setja út á í máli forsetans á Bloomberg í gær er að nota fjárfestingar Rio Tinto sem dæmi um glæstan árangur í fjárfestingu atvinnuvega á Íslandi. Sennilega væru fáar þjóðir sem væru tilbúnar til að nefna það fyrirtæki sérstaklega þegar kemur að jákvæðum horfum.
![]() |
Gagnrýndi forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2011 | 06:36
Samtök í höftum hugarfarsins.
![]() |
Funda með ríkisstjórninni um kjaramálin í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2011 | 06:18
Bretinn mun styðja Ísland.
Það er nokkuð ljóst að ESB draumar Samfylkingarinnar eru úti í bili. Það er tímabært að draga aðildarumsóknina til baka í það minnsta setja hana á "hold". Það mun ekkert koma út úr ESB aðild fyrir íslenskan almenning eins og staðan er, þvert á móti mun hún stórskaða hagsmuni Íslands.
Það er ljóst að íslenska þjóðin hefur með NEI-i við skuldum einkabanka sett gott fordæmi fyrir baráttu almennings á Írlandi, í Portúgal og Grikklandi gegn því að lífskjör verði rýrð vegna skulda elítunnar.
Það er engin vafi á að Breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage mun styðja fordæmið sem íslenskur almenningur hefur gefið Evrópubúum.
![]() |
Óttast fordæmi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)