13.4.2011 | 21:52
Þegar þú fellir tré.
Það fer vel á að tilaga komi fram frá Suður-Ameríkulandi, þar sem indíáninn Evo Morales er í forsvari, um að SÞ viðurkenni jörðina sem lifandi veru sem menn hafi reynt að drottna yfir og arðræna.
Virðingin fyrir móðir jörð var innprentuð í menningu indíána, eins og heyra má á máltæki N-Ameríku indíána þegar fella á tré, "Þegar þú fellir tré þá fellir þú heilt samfélag".
![]() |
Móðir jörð fái réttindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2011 | 11:33
NEI-ið að virka.
Það fer eins og margir spáðu skuldtryggingarálagið gat ekki annað en lækkað við það að eyða óvissunni um það að skuldir ríkissjóðs yrðu ekki auknar vegna icesave.
Í annað sinni á rúmu ári hefur þjóðin haft vit fyrir alþingi. Svo þykjast Jóhanna, Steingrímur og Már Seðlabankastjóri leggja nótt við dag að afstýra tjóninu sem átti að hljótast af því að hafna icesave. Það líður ekki á löngu þar til þau fara að hæla sér af árangrinum.
![]() |
Álagið hið lægsta frá hruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2011 | 08:40
Auðmjúkur athafnamaður.
Það er ekki annað hægt að taka undir þá gagnrýni, Björgólfs Thors á stofnanir samfélagsins, sem kemur fram í greininni s.s. stjórnmálin, stjórnsýsluna, fjölmiðlana, viðskiptalífið, háskólasamfélagið.
Ef honum hefði borðið gæfa til að sleppa nokkrum málsgreinum þá hefði einnig verið hægt að líta á greinina sem einlæga afsökunarbeiðni til þjóðar sem glímir nú við mesta atvinnuleysi frá því um 1930 í heimskreppunni miklu.
"Samt er það svo að nafn mitt má ekki birtast opinberlega án þess að fram stígi menn sem furða sig á að ég skuli ekki sitja bak við lás og slá, dæmdur fyrir einhver óhæfuverk sem þeir nefna ekki en virðast þó fullvissir um. Og þetta á ekki aðeins við mig, og ekki aðeins þá sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar, heldur má nánast allt það fólk sem hættir sér til einhverra verka á Íslandi þola þessa óværu. Sú andstyggð smitast í alla umræðu á Íslandi. Þótt flestir fjölmiðlar leggi áherslu á þá frumskyldu sína að upplýsa almenning, þá virðast aðrir fremur vilja ala á andstyggðinni en hampa sannleikanum." Greinina í heild.
Það er ekki mikil auðmýkt í þessum orðu Björgólfs til þjóðar í sárum.
![]() |
Ósáttur við vinnubrögð rannsóknarnefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)