18.4.2011 | 09:21
Um hvað yrði kosið?
Hvernig ætli spurningin á kjörseðlinum verði;
X-JÁ / Kvótinn í þjóðareign sem ríkið færi með og væri framseljanlegur með fullveldi Íslands til ESB.
X-NEI / kvótinn áfram hjá þeim hluta þjóðarinnar sem hefur farið með nýtingarréttinn undanfarin ár.
Það vill gleymast að þjóðin átti auðlindir landsins til skamms tíma. Það eru stjórnmálamenn sem hafa breytt lögum þannig, undanfarna áratugi, að erlendir aðilar geta eignast land og orkuauðlindir hér á landi.
Nú hefur LÍÚ séð sér leik á borði að fara fram á svipaða lagasetningu þar sem kvótanum verði úthlutað til áratuga í stað eins árs í senn, eins og verið hefur. Enda getur LÍÚ haldið því fram með rökum að þannig sé jafnræðis gætt, ef horft er til þeirra orkuauðlinda sem Magma energy hefur fengið aðgang að.
Nú er komið að því að stjórnmálamenn klúðri auðlindum landsins "big time" þannig að sennilega verður þjóðin að hafa vit fyrir þeim með einni þjóðaratkvæðagreiðslunni enn.
![]() |
Þjóðaratkvæði um kvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.4.2011 | 07:00
Sannir Íslendingar.
Það er auðvelt að sjá það fyrir ef "Sannir Íslendingar" byðu fram gegn fjórflokknum með stefnuskrá þar sem yrðu hreinar línur um að ESB aðlögunarferlið verði sett í salt, þess í stað unnið að raunverulegum hagsmunum þjóðarinnar, þar yrði sigurinn ekki minni en hjá Sönnum Finnum.
![]() |
Þjóðarbandalagið sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2011 | 06:46
Á að hrósa þeim?
Já þeir funda stíft félagarnir sem reyndu að troða icesave123 ofan í þjóðina. Nú þykjast þeir vera að bjarga málum eftir að kjósendur vildu ekki ábyrgjast skuldir gjaldþrot einkabanka.
Guði sé lof að nógu stór hluti þjóðarinnar fékk að hafa vit fyrir þessum vesalingum sem eru búnir að skuldsetja þjóðina upp í rjáfur hjá AGS, Steingrímur þvert ofaní öll gefin loforð.
Það væri munur ef þeim yrði ekki að vilja sínum og Ísland losnaði við "endurreisnaráætlun" AGS og ESB aðlögunarruglið á einu bretti með því að hafa hafnað icesave.
![]() |
Stíft fundað í Washington |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)