Gleðilega páska.

Skáletraði textinn hér fyrir neðan kemur úr "Getting into the Vortex-The teachings of Abraham".  Um er að ræða bók og CD disk þar sem leiðsögn er í djúpri öndun um leið og hlustað er á uppbyggilegan texta og slökunartónslist.  Að draga andann djúpt er mikilvægara en margan grunar og því ágætt að venja sig á að hefja daginn á því. 

Ein ástæða vellíðunar við að reykja er að þá næst djúpur andadráttur.  Með djúpum andardrætti næst mikil súrefnisinntaka sem fer út í blóðið.  En það þarf samt ekki að byrja að reykja til að venja sig á að draga djúpt andann. Ein áhrifamesta aðferðin við að breyta tilfinningasviðinu er hvernig þú andar, berð þig líkamlega og talar.  Þessa ímynd markaðssetti tóbaksiðnaðurinn fyrir sína vöru með frábærum árangri, ímyndin er í fullu gildi þó svo að engin deili um skaðsemi reykinga lengur.  Það að draga djúpt andann ca. tíu sinnum á dag gerir gott og hvað þá ef þetta er gert meðvitað í sambandi við jákvæðan huga.

Inn úr þínu algleymi kemur það sem veitir lífsfyllingu og yndi.  Þaðan finnst þér andi þinn vaxa ferskur og keppa eftir meiru. Með hverri uppgötvun og hverri nýrri stöðu vex tilfinningin fyrir því að komast lengra í nýjum ferskleika.

Þegar þú ert utan sköpunar algleymis þíns, með athyglina á það sem þig vantar, jafngildir það því að biðja um að svo verði áfram. Þegar þú veist hvað þú vilt ekki, ættirðu að vita hvað þú vilt, en þú hefur ekki aðgang, því þú ert utan algleymis sköpunar þinnar. Með öðrum orðum þú getur ekki komist í streymi góðra efnisþátta þegar hugur þinn er upptekinn við annað, þú einfaldlega hefur ekki tvöfalt val á sama tíma. En þegar þú ert í þínu algleymi, eru allar tilfinningar góðar, og þar af leiðandi velurðu það sem þú vilt. Þannig velur þú af því besta sem lífið hefur að bjóða.

Auðvitað er ávinningur að því að vita muninn á hvað þú vilt og vilt ekki, en það er ekki nauðsynlegt að finna óþægindi af því sem þú vilt ekki til að vaxa í þá átt sem þú vilt. Þú getur einungis horft til þess sem þú vilt og notið takmarkalsuss framboðs góðra kosta við mótun þíns veruleika.?

Jafnvel á meðan þú ert að velja út frá vellíðan algleymisins af þeim kostum sem í boði eru, þá ertu um leið að skapa nýja möguleika, nýjar hugmyndir og nýja vaxtarmöguleika. Þú ert ekki aðeins að skapa nýja efnisþætti til upplýsingar inn í þína lífsreynslu, þú ert um leið að búa til áframhaldandi nýja framtíðarsýn til að njóta fleiri uppgötvana, fleiri sambanda, meiri efnistaka, fleiri samsetninga, meiri ævintýra, meiri vitneskju, fleiri óska, meira þakklætis..............

Það þarf alltaf að koma til eitthvað nýtt til að endurnýjast ............ uppspretta sem býður kærleika og gleði sem kallar á þig til óendanlegs vaxtar fyrir fleiri.

Endursagt úr; Getting into the Vortex-The teachings of Abraham.

 

 


Alltaf verið að meika það.

Það kemur ekki á óvart að lífeyrissjóðirnir standi að góðum díl.  Þar ráða ríkjum þeir fjármálasnillingar landsins sem kunna best að blása blöðrur og feika hlutina. 

Núna, því sem næst þremur árum eftir hrun, situr sama liðið og þrammaði með þjóðina fram af brúninni allt í kringum borð íslensks viðskiptalífs og blæs sápukúlur. 

Bankarnir sýndu hagnaðartölur sem fengu tölur ársins 2007 til að blikna, Vestia lífeyrissjóðanna rekur byggingarvöruverslanir og flugfélag með stæl.  Það er bara þjóðin sem ekki er að meika það.


mbl.is Magma græðir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband