29.4.2011 | 10:02
Standi saman um hvað?
Nú fer "hyskið" (sem stóð í vegi fyrir almennri skuldaleiðréttingu heimila, ætlaðist til að þjóðin tæki ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka í útlöndum og má ekki heyra minnst á afnám verðtryggingar) fram á að þjóðin standi saman.
Þetta lið hefur ekki lyft litla fingri til að verja kjör félagsmanna sinna, það hefur ekki boðað til mótmælafundar svo mikið sem einu sinni frá hruni. Vill þetta lið að þjóðin standi saman um að mæta og klappa fyrir þeim sunnudaginn 1. maí?
![]() |
Mikilvægast að þjóðin standi saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2011 | 06:23
Fleiri hryllingssögur.
Fólkið sem þrammaði með þjóðina fram af hengifluginu situr nú, næstum þremur árum seinna, sem fastast allt í kringum borðið og segir hryllingssögur um það hvernig allt fari á versta veg ef það fær ekki sínu framgengt. Það meir að segja líkir kjörum þjóðarinnar við kjör þjóða Austur Evrópu þó svo að það hafi setið við stjórnvölin sjálft allan tímann.
Það er kominn tími til að hyskið sem kom þjóðinni í "Austur Evrópska ástand" með því að hafna almennri leiðréttingu lána, telja inngöngu í ESB vera forgangsmál og vildi þar að auki að þjóðin tæki ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka, standi upp frá "veisluborðinu" og láti öðrum eftir að gefa upp á nýtt. Það eru allir að verða búnir að fá nóg af yfirlýsingunum frá þessu hyski sem hugsar ekki um neitt annað en eigið rassgat.
![]() |
Fyrirtæki myndu hrynja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)