9.5.2011 | 07:36
Kjarni málsins?
Fram hefur komið í fréttum um samninga Íslendinganna í Norrænu að "Shipping.fo hefur sett fram nýjan kjarasamning sem brýtur á réttindum íslenskra starfsmanna samkvæmt íslenskum lögum. Sjómannafélag Íslands hefur samþykkt þennan samning. Kveður hann m.a. á um að við skulum lúta reglugerðum Sjómannafélags Íslands og samningum, borga færeyska skatta en öll önnur mánaðarleg gjöld til Íslands". Það lítur ekki út fyrir annað en það að félagsgjöldin skuli renna til íslensks verkalýðsfélags hafi verið "feiti bitinn" í þessum samning og til þess hafi verið vinnandi íslendingarnir fengju um 30% lægri laun fyrir sömu vinnu.
Formaður Sjómannasambandsins verður að gera betur þegar hann skírir sína afstöðu fyrir þeim sem hann gerði að sínum umbjóðendum, því það er ekki svo að allir þessir starfsmenn hafi séu að vinna í Norrænu í fyrsta sinn, þeir unnu margir áður á sömu kjörum og aðrir starfsmenn um borð áður en þeir voru sérstaklega greindir. "Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag greinir Rúna Vang Poulsen, framkvæmdastjóra Smyril Line, sem rekur Norrænu, og íslensku starfsmennina á um hvort Íslendingunum hafi verið gerð grein fyrir að íslensku samningarnir skyldu gilda áður en þeir hófu störf". Skyldi Jónas Garðarsson hafa greint umbjóðendum sínum frá því um hvað hann samdi, eða var bara spjallað um það yfir kaffibolla á skrifstofunni að ekki veitti af félagsgjöldunum?
![]() |
Lægri laun fyrir sömu vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 11.5.2011 kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)