29.7.2011 | 11:49
Hrun-vaktin lætur ekki deigan síga.
Fjármálaráðherra keppist við að gefa út yfirlýsingar um að skattahækkanir skili árangri, tekjur ríkisins standist.
Sala á áfengi hefur dregist saman um 15% milli ára svo ekki fer velta svarta hagkerfisins í áfengiskaup.
Samtök iðnaðarins kepptust við að kosta auglýsingar í öllum fjölmiðlum fyrir rúmu ári síðan þar sem gefið var í skin að verktakar, iðnaðarmenn og prjónakonur væru þess valdandi að skólabörn og vegfarendur hefðu verið hlunnfarin vegna svartrar atvinnustarfsemi.
Verkalýðsforingjar hafa sakað bændur á öskufallssvæðunum sunnanlands um að gera út á túrista án þess að hengja á sig vinnustaðaskírteini og skila sköttum og gjöldum til verkalýðsfélaga á réttum tíma.
Það verður annars að segjast eins og er, það er alveg merkilegt hvað þeir aðilar sem stóðu hrun-vaktina og standa hana enn kunna við að láta frá sér fara þegar það kemur að því að saka annað fólk um þjófnað.
![]() |
Svört starfsemi í blóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)