Fátt er svo með öllu illt.

 

Þeir eru nú alltaf að misskilja Íslensk efnahagsmál blessaðir sérfræðingarnir í útlöndum  Nú þykist Tom Asprey sérfræðingur í markaðsviðskiptum hafa komist að því að Íslenska krónan hafi verið ofmetnasti gjaldmiðill í heimi á árunum 2004-2007, með því að bera hana saman við Big Mac vísitöluna.

Þarna snýr hann öllu á hvolf, afrek krónunnar eru ótvíræð það hefur engum gjaldmiðli tekist að koma McDonald á kaldan klakann, þeim einokunar sinnaða fjanda.  En hann starfar undir einkaleifum þar sem sá sem leyfið hlýtur ber skylda til að versla við ákveðna byrgja og þannig tókst Donald gamla að útiloka íslenska framleiðslu í búllu sínum á Íslandi.

En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.  Við losnuðum við Big Mac úr landi og Mc Donalds óþverrann allan.  Geri aðrir gjaldmiðlar betur.


mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband