18.10.2012 | 20:04
Trúleg vísindi.
Vatn er lyktar-, bragð og nær litlaus vökvi sem er lífsnauðsynlegur öllum þekktum lífverum. Vatnssameindin er samansett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind og hefur því efnaformúluna H2O. Það eru 1,4 milljarðar km³ vatns á Jörðinni sem þekja 71% af yfirborði hennar.
Vatn er fljótandi við stofuhita. Það frýs við 0°C og suðumark þess er 100 °C við einnar loftþyngdar þrýsting. Eðlismassi vatns er háður hitastigi þess og er hann mestur þegar hitastig þess er 4 °C. Heitara vatn flýtur ofan á kaldara vatni, nema að hitastigið sé undir 4 °C, en þá flýtur kaldara vatn ofan á heitara. Þetta leiðir til þess að ísmyndun á sér stað við yfirborðið þegar vatn frýs. Ís er svo allmiklu eðlisléttari en vatn, þannig að hann flýtur ofan á. Vatn getur orðið undirkælt, það er að segja það getur haft hitastig undir frostmarki án þess að frjósa, en þá myndast stundum ís við botninn án þess að fljóta upp og kallast það botnstingull .
Við suðumark breytist vatnið úr fljótandi formi í loftkennt form, gufu . Þegar vatn sýður, myndast litlar gufubólur hvar sem vera skal í vökvanum, fljóta upp að yfirborði og eykst þá rúmmál þeirra á leiðinni upp vegna lækkandi þrýstings. Við yfirborðið opnast gufubólurnar og gufan sleppur út.
Hin þrjú form vatns, það er fast, fljótandi og loftkennt, geta verið öll til staðar í einu og haldið jafnvægi ef hitastigið er 0,01 °C (273,16 K). Þetta hitastig er þess vegna kallað þrípunktur (triple point) vatns.
Þessa speki um vatn má finna á wikipadia alfræðibók almennings og vita flestir. En vissir þú að vatn hefur einnig tilfinningar og mynni?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)