17.11.2012 | 09:40
Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir.
Hvað hefur breyst frá því 1980. Þá þurfti heimili þak yfir höfuð heimilismeðlima, flest höfðu þau yfir bíl að ráða, sjónvarpi og síma. Það dugði jafnvel heimilinu að hafa eina fyrirvinnu.
Ætli það sé tölvan sem nú hefur bæst við sem gerir það að fábjánarnir þykjast ekki fatta af hverju skuldirnar fara stighækkandi þó svo að fyrirvinnurnar séu orðnar tvær fyrir heimili og flestar krónur fari í að greiða af húsinu og bílnum?
Hið rétta er að tekjur sem hlutfall af skuldum hafa farið stig lækkandi frá 1980 svo nemur fleiri hundruð prósentum.
Afnemið verðtrygginguna sem komið var á af stærstu skipulegu glæpasamtökum lýðveldisins fyrir rúmum þremur áratugum síðan, eða reiknið hana á tekjur heimilanna frá þeim tíma sem hún var afnumin af launum og þið munið komast að því að skuldir heimilanna eru hverfandi.
Gammarnir geta þá huggað sig við að heimilin verða vel í stakk búin til að takast við áföll þegar þeir þramma með fólk og fyrirtæki fram af næsta hengiflugi í fávisku sinni.
![]() |
Skuldirnar margfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)