Zero point II - í þögn vísinda og fræða.

Umfang opinberana leyndamála er á áður fordæmalausum mælikvarða. Þar sem hin nýja heimsýn verður til innra með þér í stað þess að koma utanfrá. Mannkynið fjarlægist innrætingu kerfisins í átt að meðvitaðri sköpun eigin hugsana.Það sem er að gerast þessi misserin verður fyrirboði næstu tíu ára. Og það sem umbreytist innan næstu tíu ára verður grundvöllurinn fyrir árin þar á eftir.

Vertu undirbúinn fyrir stöðugar, fréttir kerfisins af ótal óværum. Gerðu jafnframt ráð fyrir frábærri tækni sem mun leysa vandamálin. Að ævintýralegar uppgötvanir komi fram sem munu gera fjöldann gapandi af undrun.  Vísindamenn eru nú þegar byrjaðir að rannsaka þátt hugans og mannlegra tilfinninga í tilurð sjúkdóma. Og vísindasamfélagið mun smátt og smátt samþykkja þessar staðreyndir.

Stjórnvöld munu hefja krossferð gegn internetinu með velferð ungs fólks að yfirskini. Tækni þróuð af tölvuhökkurum mun gera fólki kleyft af öllum þjóðernum að miðla upplýsingum án afskipta þeirra stjórnvalda sem reyna þöggun tjáningarfrelsisins. Blessun frjáls internets verður til að lyfta hulunni af barnaþrælkun og mansali þar sem hún viðgengst.

Samfélög eiga eftir að blómstra á þann hátt sem ekki hefur sést um nokkurt skeið. Þú munt greina síaukna vakningu fyrir hollum mat, án mengandi aukaefna. Fortíðin sem hefur haldið boðberum valdsins í guðatölu er að deyja.

Orkan mun streyma og vinna með þér við að ná markmiði drauma þinna og upplifa velgengni með vitneskunni um það hvers kröftug sýn hugsana þinna er megnug. Þannig að ef ættui að gefa þér ráð fyrir komandi ár, myndi það verða, búðu til öfluga framtíðarsýn í huganum.  Orkan mun streyma um hugann. Jafnvel þeir síðustu eru að koma út úr þokunni.  Ekki gefa dýrmæta hugarorku þína til villugjarnrar og hverfandi fortíðar.  Snúðu þér að sköpunarmættinum sem býr innra með þér. Lifðu í draumi þínum.


Bloggfærslur 6. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband