14.2.2012 | 15:02
Möndla keisið.
Nú eru atvinnuátak ríkisstjórnarinnar farið að skila sér, með því að ginna 900 ungmenni yfir á námslán og ýta 500 manns út af atvinnuleysiskrá sem voru þar áður. Þannig hefur tekist að stórminnka atvinnuleysið á milli ára án þess að nokkuð hafi breyst, nema tölurnar sem eru miklu geðslegri.
Jafnframt þessum er fjöldi manns gleymdur og tröllum gefin, t.d. allir þeir sem starfa í Noregi en halda ennþá heimili á Íslandi. Það má þess vegna segja að atvinnuleysi á Íslandi sé yfir 10% ef ætlunin væri að líta raunsætt á málið. Einhvern tíma hefði svona talnaleikfimi verið kölluð að möndla keisið.
![]() |
Atvinnuleysið 7,2% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)