18.2.2012 | 07:19
Út úr kú.
Ef umfjallanir og viðtöl Kastljóssins við Gunnar Andersen hafa ekki dugað til að leiða fólki það fyrir sjónir að valið á forstjóra Fjármálaeftirlitsins var út úr kú, þá hefði sú grímulausa aðför sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hófu að skuldugum borgurum landsins í kjölfar dóms hæstaréttar um ólögmæti erlendra lána átt að duga til þess að hann hefði þá þegar verið látin víka.
Það getur varla verið að Seðlabankastjóra, ríkisstjórninni og öllu heila helferðarhyskinu sé sætt eftir að Hæstiréttur þurfti aftur að fella dóm þar sem aðförin að almenningi landsins var rekin öfug ofan í kokið á hyskinu.
![]() |
Forstjóra FME sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.2.2012 | 07:00
Billegra en að gera það ekki.
Enn og aftur er talað um að niðurfærsla verðtryggingar ránsins verði dýr, þá ríki, bönkum eða lífeyrissjóðum. Það er ekki gerð tilraun til að horfa til þess hvað það mun kosta samfélagið að skila ekki þýfinu.
Það mun reynast samfélaginu mun dýrara ef verðtryggð lán verða ekki leiðrétt aftur til ársbyrjunar 2008, eða þegar bankarnir með tilstyrk landsliðsins í kúlu hófu markvisst rán á skuldsettum eigum almennings til að fegra efnahagsreikninginn. Því með sama áframhaldi er stutt í að allir þeir sem áttu 50% í skuldsettri eign verði eignalausir.
Þetta rán hefur staðið sleitulaust í þrjá áratugi en það ætti að vera stjórnvöldum fullkomlega ljóst að nú er komið að þeirri stund að aðeins leiðrétting á verðtryggðra lána getur komið í veg fyrir að kostnaður ríkisins verði ennþá hærri en við að leiðrétta þau ekki.
![]() |
Niðurfærsla dýr ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)