8.2.2012 | 19:04
Palli ekki einn í heiminum.
Rétt af þeim hjá á mbl að gera ástandinu í Aserbadaían góð skil fyrir eurovision, þeim verður aldrei gert of vel skil mannréttindabrotunum í fjarlægum löndum.
Íbúar borgarinnar Bakú þurftu að yfirgefa heimili sín til að rýma svæði fyrir Kristalshöllina þar sem eurovision glamörin fer fram. Fólkinu voru ekki einu sinni boðnar bætur fyrir hús sín sem duga til að koma öðru þaki yfir höfuðið, svei attann kannast einhver við því líkt og annað eins.
Þar að auki er Aserbaídjan land með ein spilltustu stjórnvöld í heimi, slær út helferðarhyskið og náhirðina á alþjóðlegum mælikvörðum.
Það skal engan undra þó Palli ætli ekki að taka glamör snúning fyrir svona hyski.
![]() |
Evróvisjón í skugga kúgunar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)