Er jörðin orðin flöt einn ganginn enn?

Það er að verða vaxandi vitund fyrir því að margt er í raun ekki eins og það hefur virst vera og að svo hafi verið um langan tíma.  Á internetinu er hafsjór upplýsinga sem fram til þessa hafa verið á fárra vitorði. Þekking sem hefur verið mannkyninu ljós fyrir þúsundum ára er fólki hulin með menntun og falin á bak við afvegaleiðingar sjónvarpsins. 

Mannkinssagan sem haldið er lofti er notuð til að halda fólki innan vissra marka, burtséð frá augljósum rökvillum.  Sem nærtækt dæmi má nefna hversu lengi haldið var fram að jörðin væri flöt og hversu illa Galileo gekk að koma þeirri þekkingu á framfæri að jörðin snerist í kringum sólina, í óþökk akademískrar þekkingar þess tíma.  Þannig má sjá að þekking sem aðlöguð er að fyrirframgefnum kenningum þarf ekki að vera rétt.

Það má segja um menntun og sjónvarp; horfið ekki á stjörnurnar heldur á milli þeirra og þið munuð sjá lengra.  Graham Hankock er hér kynntur til sögunar en hann hefur rannsakað forna menningarheima, hvað okkur er sagt um þá og hvað þeir segja um okkar tíma.


Bloggfærslur 21. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband