18.4.2012 | 19:56
Alveg magnað að vera ga, ga.
Undanfarna miðvikudagskvöld hef ég sett fyrirlestra sem mér hafa þót háugaverðir hérna á síðuna. Þessir fyrirlestrar hafa átt það sameginlegt að gagnrýna almenna menntun. Þá sérstaklega það sem kallast æðri menntun þar sem rökhyggunni er gert hátt undir höfði á kostnað tilfinningalegs innsæis. En út á rökhyggjuna sem býr í vinstra heilahvelinu gengur því sem næst öll menntun kerfisins það er hjún sem gerir okkur að því sem kallað er nýtum þjóðfélagsþegnum.
Tilfinningainnsæið og draumarnir búa í hægra heilahvelinu en því er lítill gaumur gefin af menntakerfinu, þeir sem stjórnast af því eru svona meira ga, ga, eða eins og litlu börnirn að leika sér sem einhverntíma verður nað taka enda. Það breytir ekki því að sumir eru einfaldlega með hægra heilahvelið ríkandi allt sitt líf og þeir einstaklingar eiga það venjulega sammerkt að ganga afleitlega í skóla.
Svo má aftur segja að sumir kynnist ekki ævintýrum hægra heilahvelsins nema í sumarfríum, eftir að þeir hættu að verða börn og svo kannski þegar þeir yfirgefa þennan heim.
Dr. Jill B Taylor er heilasérfræðingur sem gerir mismuninum á starfsemi heilahvelanna góð skil. Hún varð fyrir heilablóðfall sem kippti rökhugsuninni hjá henni úr sambandi. Það sem er merkilegt við hennar áfall er að hún er sérfræðingur í starfsemi heilsans og þar af leiðandi varð upplifunin einstök fyrir hana. Þetta er alveg magnaður fyrirlestur um það hvað gerist þegar fólk verður allt í einu ga, ga.