12.5.2012 | 06:39
Störfin sem urðu til.
Á Íslandi hefur orðið til aragrúi umsýslustarfa innan stjórnsýslunnar undanfarin ár. Stjórnkerfi ríkis og sveitafélaga hefur þanist út stjarnfræðilega undanfarna áratugi, af stærðagráðu sem ekki nokkur maður hefði haft hugmyndaflug til að ímynda sér fyrir örfáum árum síðan.
Helstu atvinnuúrræði ríkisstjórnarinn hafa svo frá hruni verið að beina atvinnulausu fólki í nám þar sem það er fyllt af einskírsverðum upplýsingum, jafnvel þeim sömu og settu Ísland á hausinn. En með þessu móti er fólki gert að sjá um framfærslu sína sjálft á námslánum svo ríki og bær sleppi við lögbundnar skyldur gagnvart íbúunum, geta þessí stað notað skatttekjurnar í að auka á stjórnsýsluna og hækka eigin laun.
Í þessu samhengi hefur ríkisstjórnin heldur betur staðið við bakið á Árna Sigfússyni og félögum sem hafa sjálft einkarekna fræðasetrið Keili í túnjarðrinum við að hvítskrúbba fólk á milli eyrnanna. Það sem Árni og félagar af hans caliberi hefðu hins vegar þurft að átta sig á, ásamt landsliðinu í kúlu sem ennþá vermir bekki alþingis, er að tími þeirra starfshátta er liðinn.
![]() |
Störfin sem ekki urðu til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)