30.5.2012 | 20:48
Áríðandi tilkynning úr álfheimum.
Í síðustu viku heimsótti ég skemmtilegt fólk á Stöðvarfirði. Fólk sem keypti 3000 fermetra aflagt frystihús á krónu og ætlar að gera það að sköpunarmiðstöð. Til liðs við sig hafa þau fengið íbúa staðarins auk fólks víðsvegar að úr heiminum sem vill skapa eitthvað sérstakt. Verkefnið er m.a. í samstarfi við Central Saint Martins College of Arts and Design í London. Um verkefnið má fræðast hér.
Þó svo þetta skapandi fólk hafi keypt frystihús á krónu, hugsi í myndum, kartöflugörðum og hænum, þá eru nokkur praktísk viðfangsefni sem kosta peninga. Þar á meðal er orka til að kynda húsið. Um þess konar hluti spunnust okkar umræður í síðustu viku. Þau spurðu mig ráða um það hvernig hægt vari að nálgast eldfastan stein í eldstæði sem mætti nota til að búa til ódýran hita. Mín heilabrot snérust meira um hvernig hægt væri að nálgast ódýrt brenni í eldsstæðið sem hitagjafa út við ysta haf, þar sem varla finnst nokkurt tré hærra en 1.80. Einhverra hluta vegna varð mér hugsað til nafna míns á Pilipseyjum sem býr við 30°C að staðaldri í frumskóginum.
Nafni hefur nefnilega sent mér plastflögur sem eru álíka stórar fingurnögl svo ég geti límt þær á mig við verkjum og orkuleysi. Þetta gerir svipað gagn og nálastungu meðferð segir hann, en er bæði ódýrara og hentugra en að hafa mann með nálar á fullu kaupi í eftirdragi. Reyndar hefur nafni ekki haft mikinn buisiness í viðskiptunum við mig vegna þess að hann sagðist ekki vilja selja mér flögurnar nema að þær virkuðu og gaf mér þær fyrstu sem virkuðu það glimrandi vel að ég hef ekki þurft nema örfáar síðan og er nú rúmt ár liðið frá því ég kynntist orku flögunum hans nafna.
En hvernig gagnast 30°C hjá nafna á Pilipseyjum aflögðu frystihúsi á Íslandi? Það hefur með orkuflögur að að gera, reyndar ekki frá nafna, heldur mundi ég allt í einu eftir stórmerkilegum fyrirlestri á TED.
Menntun og skóli | Breytt 12.6.2012 kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)