Fimmtudags bíó - Síðustu Móhíkanarnir.

Í fimmtudagsbíói kvöldsins er um tóma steypu að ræða.  Á árunum í kringum 1990 var mikið steypt á Djúpavogi, 1984 - 1988 var byggður fjöldi íbúðarhúsa auk heimavistar við grunnskólan og heilsugæslustöðvar  Frá 1991 - 1994 voru byggð kirkja, íþróttahús, elliheimili auk fjölda íbúða.  Flestar þessar byggingar voru úr steypu. 

Eitt af því sem mörgum var ofarlega í huga var að nota það byggingarefni sem nærtækast var og því koma steypan inn í dæmið.  Menn standa nánast á byggingarefninu ekki bara á Djúpavogi heldur um allt Ísland, það er allt um kring.  Á þessum árum voru þrjú verktakafyrirtæki á Djúpavogi sem réðu yfir steyputækni og gátu framleitt steypu nánast hvar sem þau voru stödd.  Þetta gerði það að verkum að fjöldi ungra manna var við störf vítt og breytt um Austurland á vegum þessara fyrirtækja. 

Myndirnar í kvöld eru af þeim verkefnum sem Malland stóð fyrir á Djúpavogi 1991 - 1992 en á þeim má einnig sjá starfsmenn annarra fyrirtækja á Djúpavogi því oftar en ekki var um margvíslegt samvinnu að ræða.  Sennilega þikja þessar steypumyndir ekki gáfulegar á 21. öldinni.  Í síðasta gróðaæri var höfuð málið að reka saman íbúðarhús úr gibbsi og hraðvöxnum skógum í Eystrasaltslöndunum, þótti nóg að hönnunin væri íslensk.  Flytja þau svo í opnum flatgámum til landsins, reisa þau með Pólverjum og klæða síðan með innfluttu blikki.  Að vísu mun dýrari hús og ekki sambærileg að gæðum, jafnvel orðinn skemmd af raka á flutningnum yfir hafið einum saman. 

Svo voru Kanadísku plasthúsin sem litu út eins og Skandinavísk timburhús geysi vinsæl í gróðærinu, þar var ekki einu sinni hönnunin íslensk.  Þó svo að þessi innfluttu hús hafi aldrei verið samkeppnishæf í verði, þá hafði því þá þegar verið snaggaralega bjargað með ströngum reglugerðum um það hverjir mættu hræra steypu.  Við það urðu til hin fjölbreyttustu störf reglugerða sérfræðinga og eftirlitsaðila svo megin þungi byggingariðnaðarins fluttist í hendur þeirra sem aldrei hafa byggt hús en eru algjör séní með pappír.  Þannig má segja að fimmtudagsbíó kvöldsins sé um síðustu Móhíkanana.


Bloggfærslur 21. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband