26.6.2012 | 20:02
Eru álfar kannski menn?
Það er misjafnt hvað það er sem vekur fólk til umhugsunar um sitt umhverfi, fæst af því er að finna í námsefni skólanna. Þar er meira um að kennt sé hvernig meðhöndlun pappírs gagnist hinum heilaga hagvexti. Auk þess sem spilað er á metnaðargirnd og sjálfhverfu einstaklingsins. Nú eru það hinar heilögu kýr neytendurnir sem halda eiga uppi hagvextinum, þetta er hægt að gera með því einu að auka framboð af drasli, hækka síðan verð og skatta.
Fyrir nokkrum árum rakst ég á sænska mynd á netinu þar sem Floyd Red Crow Westeran fer yfir lífsýn indiána N-Ameríku, spádóm Hobi ásamt fleyru. Hjá honum kom fram að indiánar N-Ameríku hefðu fækkað úr 60 milljónum niður í áttahundruð þúsund með tilkomu hvíta mannsins til Ameríku auk þess sem landið væri orðið allt annað.
Það sem vakti mig til umhugsunar fremur öðru í máli Red Crow var lýsing hans á því að hvað maðurinn gerði sér litla grein fyrir því að þegar hann fellir tré þá eyðir hann heilu samfélagi dýra og plantna sem hafa átt tilveru sína í skjóli þess.
Kannski var lífsýn indiána N-Ameríku eitthvað sem skólarnir mættu bæta við námsskrána, en hún gæti nokkhvernvegin verið svona í stuttu máli.
"Jörðin er okkar móðir, berum önn fyrir henni.
Heiðra öll þín samskipti.
Opnaðu hjarta þitt og sál til hins mikla veruleika.
Allt líf er heilagt, komdu fram við allar verur með það að leiðarljósi.
Taktu frá jörðinni þess sem þér er þörf og ekkert umfram það.
Gerðu það sem þú veist vera rétt.
Gefðu stöðuga þökk til hins mikla veruleka, fyrir hvern dag.
Leitaðu eftir velferð huga og líkama.
Helgaðu framtaki þínu ævinlega meiru af því góða.
Vertu sannar og heiðarlegur öllum stundum.
Njóttu lífsins ferðar, en skildu ekki eftir neina slóð"
Menntun og skóli | Breytt 30.6.2012 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)