Fimmtudags bíó - í upphafi skyldi endirinn skoða.

Aldrei þessu vant er videó kvöldsins ekki um steypu sem er að harðna heldur um niðurbrotna steypu. Það var nú akkúrat málið að þegar verkefnin voru farin að snúast um niðurbrot en ekki sement og sand sem hafði verið blandað með vatni sem þurfti að láta hendur standa fram úr ermum við móta þá skildi endirinn skoða.  Því þó svo að það að brjóta niður, viða að endurnýja veggi og gólf, hjúpa svo allt saman í epoxy hafi gefið meira í vasann en að steypa heilu skýborgirnar, þá gerði það ósköp smátt fyrir sálina.

Þessar myndir fann ég nýverið og hafði aldrei séð þær frá því að ég tók þær sennilega um jólin1997. Það sem mér finnst merkilegt við þær er að þarna má sjá helstu samstarfsmenn til margra ára sem sjaldan voru allir samankomnir að verki í sama skiptið.  Á þessum tíma voru samt smíðaðar skýjaborgir þó þær væru ekki úr steypu. Á árunum 1997 og 1998 tók ég þátt í  epoxyfyrirtæki í Ísrael og var þar í verkefnum um tíma á árunum 1997 og 1998.  En það er önnur saga.

https://www.youtube.com/watch?v=TBxyZcF0ITE

 


Bloggfærslur 28. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband