7.6.2012 | 18:59
Fimmtudags bíó - Sumarið er tíminn.
Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt söng Bubbi um árið. Mér áskotnuðust gömul video úr videovélinni minni sem hreyfði við hjartanu sem má segja að hafi verið tínt og tröllum gefið. Yfirleitt var aldrei þokusuddi á sumrunum í denn hvað þá slydda, þau voru alltaf sólrík, allavega í minningunni. Hugmyndin er að setja hérna á síðuna nokkur video þegar ég er búin að klippa þau til og setja þau inn á fimmtudagskvöldum. Í kvöld er bíóið frá sólríku Austfirsku sumri í denn.
Í lok maí tók ég frí frá í Noregi og fór heim í tvær vikur, sól og sumar nánast allan tímann. Eftir fjarveru í hátt á fimmta mánuð beið mín eins og gefur að skilja ýmislegt skemmtilegt m.a. hafði Matthildur látið setja okkar gömlu video tökur okkar á DVD. Þetta eru myndir sem ekki hafði verið horft á árum saman eða jafnvel aldrei, enda videoið síðast í lagi árið 2001.
Eins og gefur að skilja eru flest videoin fjölskyldumyndir sem ég er búin að lofa að setja ekki í loftið án þess að þær hafi verið ritskoðaðar í nefnd. En mikið af þessum videoum eru vinnumyndir teknar á Djúpavogi og Egilsstöðum. Það getur verið að einhverjir hafi ánægu af því að sjá gamlar myndir frá þessum stöðum þó svo að ekki sé hægt að reikna með því að nema einstaka fan hafi áhuga á steinsteypu og þá helst svona álfar eins og ég sem eru með höfuðið fullt af steypu.
Það er með svona áhugamanna video að þau verða áhugaverðari með tímanum. Fyrst fimmtudags bíóið verður í lengra lagi en þetta eru myndir frá 20 ára gömlu sumri á Egilsstöðum þar sem hetjur steypa stéttar. Mér fannst ekki hægt að hafa þessa hetjumynd styttri þar sem inn í hana fléttast sumarstemmingin á Egilsstöðum júní daga 1992 með barnaleikhúsi og bæjarhátíð.
https://www.youtube.com/watch?v=EjxDwZ_WOs4
Hús og híbýli | Breytt 20.1.2018 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)