7.8.2012 | 19:01
Fjörutíu öskur á þykkt.
Hvað þykk getur þögnin verið og hversu hljóðlátur verðu þá hávaðinn? Við erum fædd sem lítil kríli hinna óendanlegu möguleika. Þegar þú stækkaðir byrjaðirðu að spyrja heiminn í kringum þig. En í skólanum var þér kennt að endurtaka upplýsingar í stað þess að hugsa eigin hugsanir.
Er furða að okkur finnist við vera rugluð og ráðvillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja þér trú um að þú hafir ekkert vald, enga stjórn. En þetta er allt sjónhverfing, eftir að þú hefur einu sinni áttað þig á hvað þú býrð yfir miklum mætti muntu aldrei framar vinna gegn sjálfum þér.
Hérna er merkileg mynd um hljóðbylgjur. Einhvern veginn fór þessi fróðleikur alveg fram hjá mér í skóla. En algebru voru gerð gríðarlega góð skil þó svo að ég sæi ekki tilganginn með því, þá var mér sagt að hún þjálfaði rökhugsun það myndi ég uppgötva síðar á lífsleiðinni. Ég bíð enn í þykkri þögninni sem gæti þess vegna verið meira en 40 öskur á þykkt.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)