20.9.2012 | 20:07
Trúleg vísindi.
Menntun gengur að mestu út á að þjálfa rökhyggju vinstra heilahvelisins og er að mestu búin að missa virðinguna fyrir sköpun hugar og handa.
Skólarnir eru orðnir að stærðfræði og staðreynda stofnunum sem gerir flesta á endanum að vinstra heilhvels fólki, sem er fullt af upplýsingum, en ekkert endilega visku, viti og þekkingu.
Í hægra heilahvelinu býr svo sköpunin, upplifunin og draumurinn.
Það má kannski segja sem svo að flestir ættu að kannast við muninn á því hvenær hvaða heilahvel hefur yfirhöndina hjá viðkomandi. Í atvinnu flestra er notast við rökhyggju vinstra heilahvelisins á meðan það hægra er brúkað í fríinu.