Verkfæri djöfulsins.

Það eru sífellt fleiri að gera sér grein fyrir því að sú heimsmynd sem dregin er upp í stórum fjölmiðlum á við sjónvarp og dagblöðin er í besta falli einsleit ef ekki hreinlega lygi sem oft á tíðum er dreift í djöfullegum tilgangi.

Þess vegna er netið sífellt meira notað við að afla óháðra upplýsinga um hina ímsu viðburði, enda kemur þar margt fram sem stangast algerlega á við það sem stóru krana fjölmiðlarnir greina frá sömu atburðum, ef þeir hafa á annað borð séð ástæðu til að geta þeirra.

Það sem oft er sammerkt með þessu fréttaefni á netinu, er að það kemur frá fólki af vettvangi sem hefur oft náð að festa atburðina á mynd t.d. með gsm símum. Svona var ástandið á götum Madrid nýlega og dæmi svo hver fyrir sig hverjir hafi verið óeirðaseggirnir.


mbl.is Netið nær í sjónvarpsáhorfendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband