6.9.2012 | 19:28
Trúleg vísindi.
Það er orðið svo mikið til af áhugaverðu myndefni á netinu sem ætti helst heima í dagskrá sjónvarpstöðvana en er því miður ekki þar að finna, að ég sé mig tilknúinn til að hefja útsendingu þátta hérna á síðunni á fimmtudagskvöldum undir heitinu "trúleg vísindi". Nafnið segir sig sjálft ef efnið er skoðað.
Því hefur verið haldið fram að trúarbrögðin og vísindasamfélagið hafi gert með sér samkomulag í fyrndinni í þá veru að vísindin láti stofnanir trúarbragðanna einar um að túlka andans mál, á meðan trúarbrögðin láti sér fátt um finnast hvað vísindin telja fólki trú um í því veraldlega.
Þetta hefur gert það að verkum að vísindin eru orðin nokkurskonar trúarbrögð sem hafna því andlega og æ færri aðhyllast trúarbrögðin, telja sig jafnvel trúlausa í nafni vísindanna. Hvernig sem svo farið er að því þar sem trúin er hávísindaleg og engar vísindauppgötvanir verða til nema fyrir innblástur andans.
Vonandi sjá sér flestir fært að láta ljós sitt skína öðrum til andlegrar upplyftingar og yndisauka.