18.10.2013 | 17:29
Ekki slitnar slefan.
Blessaðir gulldrengirnir ætla að komast út úr vítahring víxlverkana launa og verðlags í eitt skiptið enn með því að semja um ekki neitt, annað en kaupauka til sjálfra sín og nú á grundvelli skýrslu sem þeir sömdu sjálfir að norrænni fyrirmynd.
Staðreyndir málsins eru samt sem áður þær, að launavísitalan hefur verið slitin úr samhengi við hina heilögu kú gulldrenganna, sjálfa verðtrygginguna, í 30 ár. Stöðugleiki þeirra félaga hefur varað í yfir 20 ár frá hinum frægu þjóðarsáttarsamningum.
Hagsmunagæsla þeirra kumpána hefur haft þær afleiðingar fyrir íslenskt launafólk að það hefur dregist aftur úr frændunum á norðurlöndunum launalega um ca. 50 % og er þar að auki að mestu orðið eignalaust í skuldasúpunni.
![]() |
Óþarfi að deila um staðreyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)