23.11.2013 | 21:14
Söguleg svik?
Samkvæmt þessu verður ekki annað skilið en að heimilin eigi að fjármagna skuldalækkun sína sjálf í gegnum skattkerfið af öðrum kosti verður engin höfuðstólsleiðrétting. Vandséð verður hvernig t.d. höfuðstóll lána þeirra lækkar sem hafa farið erlendis til tekjuöflunar til að standa skil á skuldum sínum á Íslandi en greiða skatta í því landi sem þeir starfa. Eins er það vandséð hvernig ríkið getur orðið af skatttekjum skuldugra heimila án þess að hækka almenna skatta á móti.
Í stað þess að ganga í það verk að skila því þýfi sem bankar og sjóðir hafa haft af heimilum í gegnum verðtrygginguna, á sambærilegan hátt og dómstólar kváðu á um varðandi gengisbundin lán, viðist eiga að láta verðtryggingar ránsfenginn vera óskertan hjá fjármálastofnunum. En láta íslenska skattgreiðendur fjármagna það sem upp á vantar að íslensk heimili geti greitt til fjármálastofnana.
Ef þetta verður raunin þá eru þetta ekki einungis svik við kjósendur Framsóknarflokksins, þetta eru svik við þjóðina í þágu fjármagnseigenda.
![]() |
Skuldalækkun með skattabreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)